Félög

Ada er hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Tilgangur Ada er að búa til vettvang fyrir konur sem stunda nám tengt upplýsinga- og tæknimenntun við Háskóla Íslands. Vettvangurinn skal vera öruggt umhverfi til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja við bakið á hvor annarri. Félagið skal ýta undir sýnileika kvenfyrirmynda innan upplýsingatæknigeirans.

Barnaheill vinnur að margskonar verkefnum og fræðslu, þar sem forvarnir og ólík viðfangsefni tengjast samskiptum, félagsfærni o. fl. skipa stóran sess. Eitt af verkefnum samtakanna er BellaNet, valdeflandi verkfæri sérhannað fyrir 13-17 ára stúlkur, en á líka erindi til alla aðra sem láta sig málið varða.

Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna.

Femínísk fjármál er félag sérfræðinga og áhugafólks um kynjuð fjármál. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.

Kona er nefnd er nýtt íslenskt hlaðvarp þar sem fjallað er um merkilegar konur í gegnum tíðina.

Kvennahreyfing ÖBÍ er vettvangur fyrir fatlaðar og langveikar konur til að vinna að sínum hagsmunamálum.

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

Samtök um kvennaathvarf opnuðu fyrst athvarf fyrir konur sem ekki gátu búið heima hjá sér vegna ofbeldis árið 1982.

Samtökin ’78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.

SÍBS hefur unnið að bættri heilsu landsmanna frá því það var stofnað 1938.

Vinnuhópur um kjarajafnrétti er samræðuvettvangur kvennahreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar til að ræða kjarajafnrétti í víðum skilningi og vinna áfram með kröfur kvennafrís.