Doris Film

Dögg Mósesdóttir fjallar um Doris film verkefnið sem er eftir sænskri fyrirmynd og fylgir sérstöku kvennamanifestói.

Í kjölfarið verða sýndar tvær stuttmyndir sem spruttu úr verkefninu og hafa báðar hlotið tilnefningar til Edduverðlaunanna auk annara verðlauna. Sú fyrri er Munda sem er eftir handriti Bergþóru Snæbjörnsdóttur í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur með Guðrúnu Gísladóttur og Sigurði Sigurjóns í aðalhlutverkum. Sú síðari er Regnbogapartý í leikstjórn Evu Sigurðardóttur sem vann Edduverðlaunin árið 2016.

***

WIFT á Íslandi. Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Women in Film and Television, voru stofnuð í Los Angeles á sjöunda áratugnum með það aðalmarkmið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis.

March 3 @ 15:00
15:00 — 15:45 (45′)

Stofa 304

WIFT á Íslandi

Önnur dagskrá

Next Post