Fjölbrautaskólanum við Ármúla, 25. maí 2024, kl. 12-18

Kynjaþing 2024

Kl. 12:00-12:45

Auðarsalur

Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag Íslands

Pallborðsumræður kvenkyns forsetaframbjóðenda

Staðfest hafa þátttöku Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Helga Þórisdóttir. Pallborðsstjóri er Tatjana Latinovic, fomaður Kvenréttindafélags Íslands.

Kl. 13:00-13:45

Auðarsalur

Samtökin 78

Hvernig kona má ég vera?

Þátttakendurnir í pallborðinu koma úr ólíkum áttum og hafa mikla og fjölbreytta innsýn inn í umræðuna. Saman munum við skoða sögulegt samhengi, snertifleti milli kyns, kyntjáningar og forréttinda, jaðarsetningar og sýnileika innan feminískrar umræðu. Með samtalinum leitumst við við að dýpka skilning á reynslu kvenna með karllæga kyntjáningu innan feminískrar baráttu og skapa nýjar leiðir til jafnréttis og frelsis fyrir okkur öll.

Umræðum stjórnar Helga Vala Helgadóttir, í panel sitja Helga Haraldsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir og Vera Illugadóttir.


Bríetarstofa

Kvennaathvarf

Hænan og eggið – hvort kemur á undan? Samspil jafnréttis og kynbundins ofbeldis

Grundvallarkröfur kvennaverkfalls eru að kynbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir aukna fræðslu og aukin úrræði, þá er hættulegasti staður konunnar enn heimili hennar. Andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt, stafrænt og kynferðislegt ofbeldi í nánum samböndum grasserar í slensku samfélagi sem aldrei fyrr.

En af hverju er verið flétta ofbeldi saman við kröfur kvennaverkfalls? Hvernig tengist kynbundið ofbeldi kynjajafnrétti og jöfnum kjörum á vinnumarkaði? Viðheldur kynbundið ofbeldi ójöfnuði í samfélaginu eða er kynjajafnrétti lykillinn í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi? Hvar liggur rót vandans og hvort kemur á undan?

Allt eru þetta risastórar spurningar sem þarft er að skoða til þess að komast að því hvernig við náum að koma á móts við grundvallarkröfur kvennaverkfalls. Við hvetjum öll til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu.

Þátttakendur  eru:

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskólans

Ingveldur Ragnarsdóttir, ráðgjafi og vaktstýra Kvennaathvarfsins

Valgerður Jónsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Ísól Björk Karlsdóttir, ráðgjafi og fræðslustýra Kvennaathvarfsins

Málstofunni stýrir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar


Ingibjargarstofa

Félag kynjafræðikennara

Veruleiki unglinga og kynjafræði sem skyldufag? hvernig getur kynjafræði í skólum dregið úr ofbeldi og fordómum og stuðlað að betra samfélagi fyrir okkur öll.


Kl. 14:00-14:45

Auðarsalur

Tvöföld jaðarsetning. Staða mæðra fatlaðra barna. 

Fjallað verður um tvöfalda jaðarsetningu kvenna sem eiga fötluð börn í tveimur erindum.

Erindi 1.Tvöföld jaðarsetning mæðra fatlaðra barna í Mangochi. 

Þroskahjálp á í samstarfi við systursamtök í Malaví, einu fátækasta landi heims, um að auka skólasókn fatlaðra barna í Mangochi héraði. Þar gegnir stuðningur við mæður, sem gjarnan eru einar um uppeldi, framfærslu og stuðning við börnin, mikilvægu hlutverki. Tvöföld jaðarsetning, sem konur og mæður fatlaðra barna búa við, hefur mikil áhrif á líf mæðranna og þá um leið fjölskydur þeirra. Fjallað verður um verkefni Þroskahjálpar sem miða að því að vinna gegn þessari tvöföldu jaðarsetningu.

Erindi 2. Tvöfald jaðarsetning kvenna af erlendum uppruna sem eiga fötluð börn

Stór hluti barna sem eru fötluð á Íslandi á foreldra sem eru innflytjendur. Að læra á “kerfið”, þekkja réttindi sín og sækja um nauðsynlega þjónustu fyrir sín börn er ekki einfalt og þá sérstaklega ef baklandið er ekki gott og íslenskukunnátta ekki til staðar. Staða mæðra fatlaðra barna vekur til umhugsunar þar sem samkvæmt rannsóknum þá eru það sérstaklega konur sem taka á sig stærstu hluta af umönnunarhlutverkinu og auknum álagi til að geta stutt börn sín eins vel og hægt er. 

Í erindinu fjallað verður um helstu áskoranir mæðra fatlaðra barna sem eru einnig innflytjendur á Íslandi.


Bríetarstofa

Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls

Kvennaverkfall – hvað svo? Umræður

Metþátttaka á stærsta útifundi Íslandssögunnar, kraftur og samstaða um allt land í Kvennaverkfalli endurspegla sterkt ákall um að jafnrétti verði aftur sett á oddinn: að tryggja þurfi lifandi umræðu og framsæknar aðgerðir til að tryggja fullt jafnrétti fyrir öll.

Það hefur verið okkar gæfa að tilheyra samfélagi sem rís upp gegn ójafnrétti með svo afgerandi hætti – vitandi að samstaðan mun skila okkur stærstu sigrunum. En byltingin heldur áfram og komið er að næstu skrefum. Þess vegna vill framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023 bjóða til umræðu á Kynjaþingi 2024 um hvernig við komum kröfum Kvennaverkfallsins í framkvæmd. Til hvaða aðgerða viljum við grípa til saman – og hvenær?

The executive commitee of the Women´s strike

Women´s strike – and then what?

The largest outdoor meeting in Icelandic history, the power and solidarity across the country strongly reflects the demand that gender equality should be put back on the top of the agenda. We need to ensure a lively discourse and pro-active measures to ensure equality for all. We are lucky to be a part of a society that rises so strongly up against inequality – knowing that standing together will bring us the greatest victories. The battle continues and it´s time for us to take the next steps. The executive committe of the Women´s strike of 2023 invites you to a conversation at Kynjaþing on how we can put the demands of the Women´s strike into actions. What actions do we want to take together – and when?


Ingibjargarstofa

ASÍ

Verkalýðshreyfingin sameinuð gegn kynferðislegri áreitni

Matsalur

Ungar konur og kvár

Kynning á Femme EMPOWER jafnréttisverkefninu!

Hefur þú áhuga á jafnréttismálum í víðum skilningi? Ertu ung kona eða kvár, innfædd eða af erlendum uppruna, á aldrinum 18 til 30 ára? Þá er þátttaka í Femme Empower verkefninu eitthvað fyrir þig! Femme Empower er verkefni sem Kvenréttindafélagið tekur þátt í ásamt fimm öðrum samtökum í Evrópu. Komdu og kynntu þér málið betur. Umsóknarfrestur er til 31. maí. 

 Come and learn about the Femme Empower Project!

Are you interested in (in)equality and (in)justice? Are you a young woman or non-binary person in the age between 18 to 30 years old born in Iceland or with foreign background? Then the European equality project Femme Empower is something for you! Find out more by meeting some of the participants in the project. Deadline for submitting an application is May 31. 


Kl. 15:00-15:45

Auðarsalur

Kvenréttindafélag Íslands og Ísland-Palestína

Staða kvenréttinda og jafnréttis á hernumdu svæðum Palestínu

Frummælendur: Ikram Zubaydi frá Tulkarem á Vesturbakkanum og Najlaa Attaallah frá Gasaborg. Að loknum erindum frummælenda fara fram pallborðsumræður með frummælendum og tveimur nemendum við alþjóðlega jafnréttisskólann, þeim Dina Moghrabi og Enas Djani frá Palestínu. Auk þeirra tekur móðir Dinu, Amal Al-Masri, þátt í pallborðinu en hún er  arkitekt og og ein stofnanda Business Women Forum í Palestínu. Fundar- og pallborðsstjóri: Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum. Viðburðurinn fer fram á ensku.


Bríetarstofa

Öryrkjabandalag Íslands

Niðurstöður rannsóknar um ofbeldi gegn fötluðum konum og hvaða stuðningsúrræði þurfa að vera í boði.

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru allt að tíu sinnum líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg mannréttindabrot, er ofbeldi gegn fötluðum konum enn falið og ósýnilegt og sjaldan er brugðist við því af hálfu yfirvalda.


Ingibjargarstofa

Stígamót

Listin og baráttan gegn ofbeldi

Listin er hreyfiafl í samfélaginu og getur haft gríðarleg áhrif á þankagang, mótun viðhorfa og framþróun. En ber listin einhverja ábyrgð í baráttunni gegn ofbeldi? Er hægt að skilja á milli listaverka og listafólks? Á list eftir og jafnvel um ofbeldismenn að lifa áfram? Hvernig getur listin lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn ofbeldi?

Þetta eru meðal þeirra spurninga sem vaknað hafa síðustu mánuði og ár og bjóða Stígamót uppá samtal við listafólk og almenning á kynjaþingi.  

Þátttakendur í pallborði eru: Þóra Karítas Árnadóttir, leikstjóri, Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listmálari, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands og Eva Halldóra Guðmundsdóttir, sviðshöfundur.


Kl. 16:00-16:45

Auðarsalur

Pallborðsumræður stjórnmálakvenna

Pallborðsstýra er Brynja Þorgeirsdóttir, fjömiðlakona og lektor við HÍ. Stjórnmálakonur sem taka þátt eru:

Inga Sæland -Flokki fólksins, Berglind Ósk Guðmundsdóttir – Sjálfstæðisflokki, Alexandra Briem – Pírötum, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir – Framsóknarflokki, Oddný Harðardóttir – Samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson – Viðreisn, Sanna Magdalena Mörtudóttir – Sósialistaflokki Íslands, Hólmfríður Jennýar Árnadóttir -Vinstri-hreyfingunni, grænu framboði.17:00⁠

Léttar veitingar að dagskrá lokinni