Kynjaþing 2020 var með öðru sniði en venjulega, af völdum heimsfaraldurs COVID-19. Dagskrá Kynjaþings fór eingöngu fram á veraldarvefnum og var þingið haldið vikuna 9. til 13. nóvember. Myllumerki þingsins var #kynjaþingheima.

Fjöldi samtaka héldu viðburði á Kynjaþingi: BSRB, Efling, Femínísk fjármál, Félag kvenna í atvinnulífinu, Kvennaathvarfið, Kítón, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafnið, Kvenréttindafélagið, Samtök um líkamsvirðingu, Samtökin ’78, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UN Women á Íslandi, WIFT, og W.O.M.E.N. in Iceland. 

Allir viðburðir Kynjaþings 2020 voru teknir upp og birtir á Youtube síðu Kvenréttindafélagsins.

Dagskrá Kynjaþings 2020

Mánudagur, 9. nóvember

Kjaftað með kennurum: Hinsegin ungmenni og kynjafræðikennsla á tímum COVID-19

Hver er staða hinsegin fræða innan kynjafræðinnar? Hvaða áhrif, ef einhver, hefur fjarkennsla haft á kynjafræðakennslu á framhaldsskólastigi? Hvað getum við gert betur?
 
Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands bjóða ykkur í pallborðsumræður á Facebook Live, mánudaginn 9. nóvember kl. 15, þar sem farið verður yfir helstu niðurstöðu nýbirtrar könnunar um líðan hinsegin ungmenna í skólum. Einstaklingar sem starfa innan skólakerfisins segja frá sinni nálgun og hvaða áskorunum þau standa frammi fyrir í sínu starfi á fordæmalausum tímum.
 
Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna ’78 spjallar við Björg Elínar Sveinbjörnsdóttur, Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur og Þórð Kristinsson kynjafræðikennara um stöðuna í skólunum.

9. nóvember kl. 15:00

Kvenréttindafélag Íslands og Samtökin ’78 standa að þessum viðburði.

www.kvenrettindafelag.is

www.samtokin78.is

Þriðjudagur 10. nóvember

Konur sem kjósa: Aldarsaga

Rakel Adolphsdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns, ræðir við sagnfræðingana Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur um bókina Konur sem kjósa: Aldarsaga sem fjallar um íslenska kvenkjósendur í hundrað ár og er nýlega komin út hjá Sögufélagi. Þær eru höfundar bókarinnar ásamt Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.

Viðburðurinn er haldinn á Youtube Live.

10. nóvember kl. 11:00

Kvennasögusafn Íslands og Sögufélagið standa að þessum viðburði

www.kvennasogusafn.is

www.sogufelag.is

Miðvikudagur 11. nóvember

Conversation with Alma B. Serrato: Coping with social status loss

The ambiguity that many women of foreign origin experience upon emigrating to a new country can be twofold. On one hand, women are often successful or have achieved a certain social status in their country of origin; and on the other hand, women of foreign origin often occupy lower rungs of the labor market and within society in the country they move to.
 
This loss of status coupled with new challenges is our topic for discussion in this session at Kynjaþing.
How do women of foreign origin reconcile the loss of status?
 
In this online forum for Kynjaþing, we offer the opportunity to discuss the subject with Alma B. Serrato. Alma will share with us her journey and specifically her experience here in Iceland couple with her work as a psychologist working internationally with people coping with the loss of social status.

11. nóvember kl. 10:00

W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi standa að þessum viðburði

www.womeniniceland.is

Heimilisofbeldi - tölum um börn

Hluti af kvenauði Kvennaathvarfsins ræðir um heimilisofbeldi út frá stöðu barna. Rætt verður um afleiðingar heimilisofbeldis fyrir börn, stöðu erlendra barna í athvarfinu, um það að vera barn á ofbeldisheimili, það að eiga barn á ofbeldisheimili og um umbyltingu í þjónustu við börnin í athvarfinu.

Stutt innlegg nokkura vel valinna kvenna og örteiknimynd í lokin.

11. nóvember kl. 11:00

Samtök um kvennaathvarf standa að þessum viðburði

www.kvennaathvarf.is

Netfundur um stöðu kvenna í tónlist og kvikmyndagerð á Íslandi

ENGLISH BELOW
 
Stelpur rokka! bjóða upp á webinar eða netfund með fulltrúum frá KÍTÓN, félagi kvenna í tónlist og WIFT, félagi kvenna í sjónvarps- og kvikmyndagerð. Á fundingum verður staða kvenna í tónlist og kvikmyndagerð á Íslandi á tímum covid faraldursins rædd. Hvaða aðgerðir eru í pípunum og hvaða stuðning er nauðsynlegt að veita þessum málefnum miðað við stöðuna?Fundurinn er öllum opinn og verður opið fyrir spurningar í lok hans.
 
Til umræðu verður rannsókn Maríu Rutar Reynisdóttur um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað og grein Guðrúnar Elsu Bragadóttur um sögu kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi sem birtist í bókinni Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power. Skýrslu Maríu Rutar má finna hér: https://www.tonlistartolur.is.
 
Kynningu á grein Guðrúnar Elsu má finna á Youtube og bókina og stakar greinar er hægt að kaupa hér.
 
ENGLISH
 
Stelpur rokka! are conducting a webinar with representatives from KÍTÓN (Women in Music in Iceland) and WIFT (Women in Film and Television in Iceland). In the webinar we will discuss the current status of women in the field of music and filmmaking in Iceland in regards to the coronavirus pandemic. What measures have been taken and what is the available support? The webinar is open for all and there will be a Q&A at the end.
 
We will discuss recent research by María Rut Reynisdóttir about the effect of the coronavirus pandemic on the music industry in Iceland, as well as a research article by Guðrún Elsa Bragadóttir about the history of women in film in Iceland, that was recently published in the book Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power. María’s research paper can be found here: https://www.tonlistartolur.is. 
 
An introduction to Guðrún’s research article is available on Youtube and the book and selected articles can be purchased here.

11. nóvember kl. 17:00

Stelpur rokka stendur að þessum viðburði

www.stelpurrokka.is

“Sharing Culture” Key to collaborative communication and cultural competence when working with parents of multi-ethnic origins

This forum will be conducted in English.
 
Living in a diverse society requires people to develop a certain sense of cultural competence. When it comes to working with parents of multiethnic origins it is especially important to work together to develop a relationship built on our shared goal of doing is best for our children. Cultural competence is one of the most valuable tools we can use to create that relationship.
 
In this online forum for Kynjaþing, we will share experiences and views regarding services with children and families from multiethnic parents living in Iceland. We will deliver a short lecture on cultural competence, collaborative communication, and building bridges.
 
Representatives from W.O.M.E.N WOMEN OF MULTICULTURAL ETHNICITY NETWORK IN ICELAND, Patience Karlsdóttir, and Nichole Leigh Mosty will deliver short presentations and the forum will then be open to participants for discussion and comment.
 
============================================
Þessi viðburður verður haldinn á ensku.
 
Að búa í fjölbreyttu samfélagi krefst þess að fólk þrói með sér ákveðna tilfinningu fyrir menningarrnæmni. Þegar kemur að því að vinna með foreldrum af erlendum uppruna er sérstaklega mikilvægt að vinna saman i því að by móta samband byggt á sameiginlegu markmiði okkar um að gera það sem er best fyrir börnin okkar. Menningarnæmni er eitt dýrmætasta verkfæri sem við getum notað til að skapa þau tengsl.
Á þessum rafræn viðburði Kynjaþings munum við deila reynslu og skoðunum varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur af erlendum uppruna á Íslandi. Við munum flytja stuttan kynningu um menningarnæmni, samstarfssamskipti og brúarsmíði.
 
Fulltrúar frá W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Patience Karlsdóttir og Nichole Leigh Mosty munu flytja stutt erindi og vettvangurinn verður þá opinn þátttakendum til umræðu og athugasemda.

11. nóvember kl. 18:30

W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi standa að þessum viðburði

www.womeniniceland.is

Fimmtudagur 12. nóvember

Transfeminism and the Women's Movement in Iceland

Hanna Katrín Friðriksson, MP of Alþingi, and Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, President of Trans Ísland, sit down with Þorgerður Einarsdóttir, Professor of Gender Studies at the University of Iceland, for an online discussion about the importance of feminist solidarity with queer people and their issues.
 
A lot has changed in the fight for queer rights in the past decades, both socially and legally, such as marriage equality, anti-discrimination laws and the Gender Autonomy Act.
 
In Iceland there has always been a sense of solidarity between these two movements, as their issues have always intersected in many ways.
 
Why is this feminist and queer solidarity so important? How can we continue building on it, support each other, listen and dedicate ourselves to include everyone, and not leave any marginalized group behind?
 
The discussion will be in English.
 
 
Hanna Katrín Friðriksson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir setjast niður í spjall á netinu með Þorgerði Einarsdóttur, og ræða um mikilvægi femínískrar samstöðu með hinsegin fólki og baráttumálum þeirra.
 
Margt hefur breyst í réttindamálum hinsegin fólks á undanförnum áratugum bæði hvað varðar lagaleg réttindi og félagsleg réttindi, eins og t.d. ein hjúskaparlög, mismunalöggjafir og lög um kynrænt sjálfræði.
 
Á Íslandi hefur alltaf ríkt ákveðin samstaða milli þessara hópa, enda skarast málefni þessara hópa mjög og hafa alla tíð gert. Hvers vegna er þessi femíníska og hinsegin samstaða svona mikilvæg?
 
Hvernig getum við haldið áfram að byggja hana upp og haldið áfram að styðja við hvort annað, hlusta og tileinka okkur femínískar baráttuaðferðir sem taka mið af okkur öllum, og skilja ekki neinn hóp eftir?
 
Umræðan mun eiga sér stað á ensku. 

12. nóvember kl. 11:00

Kvenréttindafélag Íslands og Trans Ísland standa að þessum viðburði

www.kvenrettindafelag.is

www.transisland.is

Konur sem stjórna

Konur hafa náð afar góðum árgangri í sveitarstjórnarmálum hér á Íslandi. Konur eru 47% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 36% sveitar- og bæjarstjóra eru konur. Í samanburði voru konur einungis 31% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 18% af borgar- og bæjarstjórum í Evrópu á árinu 2018, samkvæmt Power2Her, skýrslu CEMR – Evrópusamtaka sveitarfélaga um stöðu kvenna í stjórnmálum.
 
Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra á sveitarstjórnarstigi en á sama tíma lækkaði hlutur kvenna á Alþingi verulega í síðustu kosningum. Getum við sagt að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna? Meirihluti þeirra flokka sem nú bjóða fram lista í kosningum tryggja að kynjahlutfallið sé sem jafnast, en ekki allir. Hvaða áhrif hefur COVID-19 og breytt starfsumhverfi haft á stjórnmálin og starf sveitarstjórna?
 
Kvenréttindafélag Íslands heldur fund með konum í sveitarstjórnmálum á Kynjaþingi, 12. nóvember næstkomandi, kl. 13:00 á Zoom.
 
Ásgerður Gylfadóttir formaður bæjarráðs og fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, Hildur Þórisdóttir bæjarfulltrúi í Múlaþingi og oddviti Austurlistans og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar ræða málin.
 
Auður Jónsdóttir rithöfundur stýrir umræðum.

12. nóvember kl. 13:00

Kvenréttindafélag Íslands stendur að þessum viðburði

www.kvenrettindafelag.is

Allir vinna eða kallar vinna? Pallborðsumræður um femínísk fjármál og efnahagsaðgerðir

Heimsfaraldur Covid-19 hefur neikvæð áhrif líf og heilsu fólks, sem og efnahagslíf um heim allan. Stjórnvöld á Íslandi hafa ráðist í víðtækar efnahagsaðgerðir til að takast á við þau efnahagslegu og félagslegu áföll sem fylgja faraldrinum. Aðgerðir sem munu hafa ólík áhrif á fólk eftir kyni og samfélagslegri stöðu og því boðar félagið Femínísk fjármál til fundar á Kynjaþingi.
 
Á fundinum munum við ræða kynja- og jafnréttisáhrif efnhagsaðgerða stjórnvalda og leitast við að svara spurningum: Hvaða kynja- og jafnréttisáhrif hafa efnahagsaðgerðir stjórnvalda? Ná aðgerðirnar yfir alla hópa samfélagsins? Verða einhverjir hópar útundan? Hvaða aðgerðir þurfum við að sjá frá stjórnvöldum sem stuðla efnahagslegu jafnrétti og öryggi? Hvernig samfélag viljum við sjá, eftir faraldurinn?
 
Fundastjórn: Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir (chat moderator)
 
Pallborð:
Steinunn Rögnvaldsdóttir, Femínísk fjármál.
Tatjana Latinovic, forkona kvenréttindafélags Íslands
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB
Nichole Leigh Mosty, forkona WOMEN, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Þorbera Fjölnisdóttir, Kvennahreyfing ÖBÍ
 
Fundurinn var haldinn á Zoom.
 

12. nóvember kl. 15:00

Femínísk fjármál stendur að þessum viðburði

www.facebook.com/feminiskfjarmal

Föstudagur 13. nóvember

Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum?

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa áhrif á allt líf á jörðinni. En þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni.
 
Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja.
 
UN Women á Íslandi opnaði nýverið fræðsluvef og gagnvirka spurningakönnun þar sem hver og ein manneskja getur kannað þekkingu sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á konur og stúlkur. UN Women fékk styrk úr Loftslagssjóði til verkefnisins.
 
Ykkur er boðið á stutta kynningu á nýju verkefni UN Women á Íslandi – Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum? Þátttakendur eru hvattir sérstaklega til að taka þátt í umræðum í lok kynningar og kanna þekkingu sína – https://loftslagsbreytingar.unwomen.is/
 
Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi kynnir nýjan fræðsluvef UN Women um áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna.
 
UN Women á Íslandi stendur að þessum viðburði á Kynjaþingi 2020.

13. nóvember kl. 11:00

UN Women á Íslandi stendur að þessum viðburði

www.unwomen.is

Trans fólk og femínísk samstaða

English below.
 
Á Kynjaþingi 2020 stendur Trans Ísland og Kvenréttindafélagið fyrir viðburði um trans fólk og femíníska samstöðu.
 
Á þessum viðburði verður farið yfir tengsl femínisma og réttindabaráttu trans fólks á Íslandi. Raddir víðs vegar úr baráttunni koma saman og ræða hvernig hægt sé að sporna gegn að hugmyndafræði sem er andsnúin trans fólki ná fóstfestu innan femínistahreyfingarinnar á Íslandi.
 
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland mun stjórna umræðum og ræða við Ellen Calmon frá Kvenréttindafélaginu, Emblu Guðrúnar Ágústdóttur frá Tabú, Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Jennýju Kristínu Valberg frá Kvennaathvarfinu, Töru Margréti Vilhjálmsdóttur frá Samtökum um Líkamsvirðingu og Þorbjörgu Þorvaldsdóttir frá Samtökunum ’78.
 
Viðburðinn fer fram á íslensku.
 
***
 
During Kynjaþing 2020, Trans Ísland and Kvenréttindafélagið vill be hosting an event about the importance of solidarity between the feminist movement and the trans movement.
 
At the event feminist from various organisations across Iceland will come together to discuss how to combat anti-trans sentiments from gaining traction within the movement in Iceland.
 
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, chair of Trans Iceland will discuss with Ellen Calmon from the Women Rights Assocation, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir from Tabú, Nichole Leigh Mosty from WOMEN in Iceland, Jenný Kristín Valberg from the Women’s Shelter, Tara Margrét Vilhjálmsdóttir from the Association on Body Positivity and Þorbjörg Þorvaldsdóttir from the National Queer Organisation.
 
The event will be in Icelandic.

Kvenréttindafélag Íslands og Trans Ísland standa að þessum viðburði

www.kvenrettindafelag.is

www.transisland.is

Betra fæðingarorlof

Velkomin á fyrirlestur og pallborðsumræður um fæðingarorlof á Íslandi, á #kynjaþingheima 13. nóvember kl. 14:00.
 
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem réttur til fæðingarorlofs er lengdur í tólf mánuði og jafnt skipt á milli foreldra. Frumvarpið er stórt skref í átt til kynjajafnréttis, en kjaramisrétti kynjanna má að hluta til rekja til þeirrar staðreyndar að konur bera meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu á heimilum, sérstaklega eftir að þær hafa eignast börn.
 
Jafnt fæðingarorlof foreldra hefur enn fremur jákvæð áhrif á fjölskyldur í landinu. Sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs hefur leitt til þess að feður taka meiri þátt í umönnun barna sinna og hefur jákvæð áhrif á alhliða þroska barna.
 
Á Kynjaþingi 2020 kemur fram fræðafólk sem hefur helgað sig rannsóknum á fæðingarorlofinu og ræðir málin. Einnig verður ný upplýsingasíða um fæðingarorlofið, www.betrafæðingarorlof.is, formlega opnuð. Að síðunni og viðburðinum standa Kvenréttindafélag Íslands, Femínísk fjármál, FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu, ASÍ – Alþýðusamband Íslands, BHM – Bandalag háskólamanna og BSRB.
 
Dr. Ásdís Aðalbjörg Arnalds heldur fyrirlestur um fæðingarorlof á Íslandi. Í kjölfarið eru pallborðsumræður með Ásdísi, dr. Ingólfi V. Gíslasyni og dr. Sunnu Kristínu Símonardóttur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB stýrir umræðum.

Kvenréttindafélag Íslands, Femínísk fjármál, FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu, ASÍ – Alþýðusamband Íslands, BHM – Bandalag háskólamanna og BSRB standa að þessum viðburði

www.kvenrettindafelag.is

www.facebook.com/feminiskfjarmal

www.fka.is

www.asi.is

www.bhm.is

www.bsrb.is

Verkakonur, kvennahreyfing og kapítalismi

*English below*

Efling-stéttarfélag stendur fyrir viðburði á Kynjaþingi þar sem rætt verður um kjör verkakvenna, kvennahreyfinguna á Íslandi og hlutverk hennar í baráttunni fyrir bættum kjörum verkakvenna í íslensku kapítalísku samfélagi.

Um er að ræða netfund þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Jóna Sveinsdóttir ræstingakona, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur ræða saman um umfjöllunarefnið í fortíð og samtíð. Fríða Rós Valdimarsdóttir, teymisstjóri fræðslumála hjá Eflingu stýrir umræðum.

Kynjaþing er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum.

Fundurinn fer fram kl. 15.00, föstudaginn 13. nóvember og fer fram á íslensku.

***

Working women, the women’s movement and capitalism

Efling presents an event at the Gender congress to discuss the condition of working women, the Icelandic women’s movement and its role in improving the condition of working women in Icelandic capitalist society.

The event will be an online meeting where Sólveig Anna Jónsdóttir, head of Efling, Jóna Sveinsdóttir, janitor, Sanna Magdalena Mörtudóttir city councillor for the socialist party and Kristín Ástgeirsdóttir, historian, discuss these topics as they relate to the past and present. Fríða Rós Valdimarsdóttir, leader of the education team in Efling, leads the discussion.

The Gender congress is a democratic and feminist platform for the public. The congress’ agenda is organized by NGOs and grassroots organizations.

The meeting starts at 3pm, Friday, November 13 and takes place in Icelandic.

13. nóvember kl. 15:00

Efling stendur að þessum viðburði.

www.efling.is