Kynjaþing 2018

Kynjaþing 2018 var haldið laugardaginn 3. mars 2018 í Tækniskólanum, milli kl. 12:00 og 18:00.

Fjöldamörg samtök stóðu fyrir viðburðum á Kynjaþingi 2018: Aflið, B.A.C.A. – Bikers Against Child Abuse, blátt áfram, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Viðreisnar, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband Sjáfstæðiskvenna, #metoo hópur kvenna af erlendum uppruna, Myndin af mér, Rótin, Samtök launafólks: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ’78, Soroptimistasamtök Íslands, Stelpur rokka!, Stop the Traffik: ACT Iceland, Stígamót, Tabú, W.O.M.E.N. in Iceland og WIFT á Íslandi.

Dagskráin var fjölbreytt. Á þinginu var fjallað um #metoo byltinguna frá ýmsum vinklum, rætt um mansal, nýjustu rannsóknir í ofbeldi á Íslandi, femínísk stjórnmál og kvennasögu, kynjuð fjármál, fatlaðar konur, kyn og hinsegin fræði, stöðu kvenna af erlendum uppruna, karla og jafnrétti, konur og fíkn og margt, margt fleira.

Á þinginu voru sýndar kvikmyndir: Myndin af mér eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, Regnbogapartý eftir Evu Sigurðard´ttur sem vann Edduverðlaunin 2016 og videolistaverkið Setjast að eftir írsk-íslensku listakonuna Sinéad McCarron. Femínískt kaffihús var rekið í Tækniskólanum á meðan þinginu stóð þar sem þátttakendum gafst tækifæri á að spreyta sig á femínísku hannyrðapönki, og þinginu lauk með Shirley Temple partíi fyrir þátttakendur og gesti.


Félög sem tóku þátt í Kynjaþingi 2018

Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Þau voru stofnuð 2002 og eru rekin á Akureyri.

B.A.C.A. Iceland eru hluti af alþjóðlegu samtökunum Bikers Against Child Abuse sem starfa í þeim tilgangi að búa misnotuðum börnum öruggara umhverfi.

Blátt áfram er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við notum forvarnir og fræðslu í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Blátt áfram eru frjáls og óháð félagasamtök fjármögnuð af frjálsum framlögum og styrkveitingum.

Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna.

Femínísk fjármál er óformlegur hópur femínista sem hafa áhuga á kynjaðri fjárhagsgerð og starfa innan stjórnsýslunnar og í háskólasamfélaginu.

Kvenfélagasamband Íslands er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu.

Kvennahreyfing Viðreisnar er jafnréttishreyfing stjórnmálaflokksins Viðreisnar.

Kvennahreyfing ÖBÍ er vettvangur fyrir fatlaðar og langveikar konur til að vinna að sínum hagsmunamálum.

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur sem var stofnuð af konum til að bæta aðgang kvenna að sérfræðiaðstoð og tók til starfa 1984.

Kvennasögusafn Íslands miðlar þekkingu um kvennasögu og rannsóknir og aðstoðar við öflun heimilda. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi.

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

#MeToo hópur kvenna af erlendum uppruna er óformlegur hópur kvenna af erlendum uppruna sem tekið hafa þátt í umræðunni um #metoo á Íslandi síðustu misserin.

Myndin af mér er stuttmynd eftir Brynhildi Björnsdóttur, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Myndin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf þeirra sem fyrir því verða.

Landssamband Sjálfstæðiskvenna er kvennahreyfing Sjálfstæðisflokksins.

Rótin er félag áhugakvenna með það markmið að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.

Samtök launafólks standa að viðburðum á Kynjaþingi til að ræða um kynbundinn kjaramun og aðferðir til að ná fram jafnrétti á launamarkaði. ASÍBSRBBHM og .

Samtök um kvennaathvarf opnuðu fyrst athvarf fyrir konur sem ekki gátu búið heima hjá sér vegna ofbeldis árið 1982.

Samtökin ’78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.

Soroptimistasamband Íslands eru hluti af Alþjóðasamtökum Soroptimista sem eru samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd og vinna að bættri stöðu kvenna með alþjóðlega vináttu og skilning að leiðarljósi.

Stelpur rokka! efla og styrkja ungar stelpur, trans og kynsegin krakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu.

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Stop the Traffik: ACT Iceland is the Icelandic branch of a global movement fighting to: PREVENT// PROTECT // PROSECUTE on behalf of trafficked people all around the world.

Tabú er femínísk hreyfing þar sem við beinum sjónum okkar að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún er sprottin af baráttukrafti kvenna, sem hafa ekki einungis upplifað misrétti á grundvelli fötlunar og kyngervis, heldur einnig mögulega kynhneigðar, kynþáttar og aldurs svo eitthvað sé nefnt.

W.O.M.E.N. in Iceland eða Women of Multicultural Ethnicity Network eru samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

WIFT á Íslandi. Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Women in Film and Television, voru stofnuð í Los Angeles á sjöunda áratugnum með það aðalmarkmið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis.