Veröld, 13. maí 2023, kl. 13-18

Kynjaþing 2023

Kl. 13:00-13:45

Auðarsalur

Stígamót

Ofbeldi og önnur áföll í æsku og lífið sem fullorðin

Arna Hauksdóttir, prófessor, Áföll í æsku og ýmsar heilsufarsútkomur á fullorðinsárum – niðurstöður úr Áfallasögu kvenna. Sigrún Braga, hannyrðapönkari og hópleiðar hjá Stígamótum, Rödd brotaþola. Umræður. Málstofunni stýrir Drífa Snædal talskona Stígamóta.

Í 33 ár hafa Stígamót tekið á móti fólki sem hefur þolað ofbeldi í æsku og vinnur oft ekki úr afleiðingunum fyrr en árum eða áratugum síðar. Afleiðingarnar eru alvarlegar og hætta er á verulegri lífsgæðaskerðingu á fullorðinsárum. Í samfélagi sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni og hannúð er fullt tilefni til að ræða afleiðingar fyrir brotaþola; kynna nýjustu rannsóknir og heyra raddir brotaþola og síðast en ekki síst ræða baráttuna framundan.

Stígamót

Violence and other traumas in childhood and living the adult life

For 33 years, Stígamót has received survivors with childhood abuse traumas. Survivors that are burdened by the cosequenses for years and decades having great negative effect on their adult life. In a society that is full of codpendency and himpathy we now must talk about the cosequenses for survivors; present the newest research and hear the voices of survivors. Not least talk about the way forward.


Bríetarstofa

Kvenréttindafélag Íslands

Kennum kynjafræði: Nokkur orð um mikilvægi þess að vera læs á (kynja)jafnrétti

Á aðalfundi Kvenréttindafélagsins 2023 var samþykkt ályktun þess efnis að kynjafræði ætti að vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi. En hvað er kennt í kynjafræði og hvers vegna er hún mikilvæg námsgrein? Til þess að vinna gegn hvers kyns misrétti og skaðlegum staðalmyndum í samfélagi okkar er mikilvægt að vera læs á (kynja)jafnrétti og þróun þess. Markmið viðburðarins er að vekja athygli á – og eiga í samtali um – mikilvægi (kynja)jafnréttisfræðslu þvert á skólastig.

Katrín Ólafsdóttir (hún/she) Nýdoktor við Menntavísindasvið HÍ – Post doctoral researcher School of Education UI. Íris Ellenberger (hún/she) Dósent við Menntavísindasvið HÍ – Associate professor, School of Education UI.

Kvenréttindafélag Íslands

A few words on the importance of teaching and understanding (gender)equality

At the 2023 annual general meeting of Kvenréttindafélag Íslands the association concluded that gender studies should be a compulsory subject in teacher education in Iceland. But what are gender studies all about and why is it so important to teach the subject across school levels? To fight inequality and harmful stereotypes in our society it’s important to understand (gender)equality and its development in our society. The aim of this event is to raise awareness and discuss the importance of gender studies for our school system.


Ingibjargarstofa

Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna

Mannréttindi kvenna með vímuefnavanda og Konukot

Rótin tók við rekstri Konukots á haustdögum 2020. Félagið leggur mikla áherslu á að bæta þjónustu við gesti og þar hefur nú verið innleidd áfallamiðuð nálgun og þjónandi leiðsögn ásamt því að þar er stuðst við kvennamiðaða þjónustu. Þessi verkfæri stuðla öll að vinna gegn fordómum, auka meðvitund um kynjabundna þætti jaðarsetningar og mannréttindi. Kristín mun ræða um mannréttindi jarðarsettra kvenna og kvenna með vímuefnavanda og Helga Lind segir frá nýjum áherslum í starfi Konukots.

The Root – Association on Women’s Welfare

Human Rights of Women with Problematic Substance Use and Konukot

The Root has been operating Konukot a shelter for homeless women since fall 2020. The Root‘s focus is on improving services to guests and trauma-informed approach and gentle teaching has been implemented in Konukot along with women cantered services. These tools all contribute to work against stigma and increase the awareness of gendered elements in marginalisation and human rights. Kristín will talk about the human rights of marginalized women and women with in problematic substance use and Helga Lind gives an overview of new focus in the services in Konukot.


Kl. 14:00-14:45

Auðarsalur

Ukrainian Women’s Congress

Women in Decision-Making

For 13 years, Iceland has taken the 1st position in the WEF Global Gender Gap Report. In 2022, due to the respective report, Iceland took the 1st position in view of women’s political participation. Women take 42% of leadership positions and 48% of parliamentary positions in Iceland. Iceland also has the Ministry for Gender Equality that research and promote gender equality, as well as analyze the legislation on gender equality. In 2022, Ukrainian women have demonstrated extraordinary leadership in time of war. It is important to support this leadership and to make sure that women’s meaningful participation in Ukraine’s post-war rebuilding processes will be guaranteed, the experience of Icelandic women is very interesting and important.

Moderator. Iryna DROBOVYCH, UWC Strategy Director.

Special address: Olena KONDRATIUK, Vice-Speaker of the Parliament of Ukraine, UWC Co-Founder.

Speakers: Maria IONOVA, Member of the Parliament of Ukraine, UWC Co-Founder. Kateryna RYABIKO, ODIHR First Deputy Director. Anzhelika BIELOVA, Founder of NGO Voice of Romni, UWC Regional Representative in Zaporizhzhya (working with women with multiply discrimination). Þorbjörg Þorvaldsdóttir town Councilor in Garðabær and Þórunn Sveinbjarnardóttir member of Parliament.


Bríetarstofa

Feminísk fjármál

Hvað eru stjórnvöld að drolla? Aðgerðir og aðgerðarleysi sem viðheldur kynjamisrétti

Félagskonur Femínískra fjármála taka stöðuna á aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að því að tryggja jafnrétti í gegnum sanngjarna úthlutun fjármagns og almannagæða. Femínísk fjármál beina sjónum sínum að ríkisfjármálum, með kynjagleraugunum að sjálfsögðu, og þar birtast ónýtt tækifæri til aðgerða sem gætu stuðlað að kynjajafnrétti. Á málstofunni verður farið yfir gagnrýni félagsins á ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum, með fókus á aðbúnað og laun kvennastétta, umönnunarbilið, karllægar fjárfestingar og áhættuna sem það skapar fyrir ríkissjóð þegar að stjórnvöld taka ákvarðanir sem vinna ekki gegn kynjamisrétti heldur festa það í sessi. Femínísk fjármál eru grasrótasamtök sem beita sér fyrir aukinni áherslu á jafnrétti í ákvörðunum stjórnvalda í efnahags- og hagstjórnarmálum. Tekið skal fram að ekki þarf framhaldsgráðu í peningum til að taka þátt í umræðunni!

Feminísk fjármál

Actions and Inactions that Maintain Gender Inequality: Why is the Government Dragging Their Feet?

Members of grassroot organization Feminist budgeting discuss the actions and inaction of the government when it comes to ensuring equality through the fair allocation of resources and public goods. Feminist budgeting views public finances through gendered lense and spots the untapped opportunities in budgetin for actions that could promote gender equality. The event will examine Feminist budgeting criticism of the government’s economic decisions, focusing on the conditions and wages of women-dominated professions, the care gap, male-dominated investments and the risks it creates for the fiscal affaris when governments make decisions that do not combat gender inequality but consolidate it. Feminist finance advocate for a greater emphasis on equality in economic policy decisions. It should be noted that a graduate degree in money, is not needed to participate in the discussion!


Ingibjargarstofa

ASÍ

Fæðingarorlofið – Stund á milli stríða

ASÍ hefur tekið þátt í mótun núverandi kerfis um fæðinga- og foreldraorlof. Í málstofunni munu fulltrúar ASÍ fjalla um sögu hugmynda og laga í kringum skiptingu fæðingarorlofs á milli foreldra. Eins orðræðuna í aðdraganda nýju laganna þar sem hvort foreldri á sex mánaða rétt og þau álitaefni og ólíku sjónarmið sem þar komu fram. Að lokum verður núverandi kerfi skoðað með gagnrýnum augum og velt upp hvernig kerfi framtíðarinnar gæti litið út.

Halldór Oddson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ, – Fyrstu ár foreldrajafnréttis. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi – Þröngir vs. víðir hagsmunir. Gundega Jaunlinina, varaformaður Hlífar stéttarfélags – Áskoranir framtíðarinnar!

ASÍ

Paternal leave – The calm between storms

ASÍ was actively involved in shaping the current system on parental leave. In this seminar, ASÍ representatives will speak about the history and ideology behind the current division of parental leave between parents. The seminar will also talk about the discourse around the new legislation, which provides six months for each parent, and the different views and opinions that were expressed around it. Finally, the current system will be examined in a critical manner, and questions posed about how the future parental leave system could look.

Participants: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir equality officer of ASÍ, Gundega Jaunlinina vice-chair of Hlíf and Halldór Oddsson specialist in law and labor market at ASÍ.


Kl. 15:00-15:45

Auðarsalur

Ukrainian Women’s Congress

Best Solutions for Making Society Gender Sensitive

In 2009, Iceland overcame the gender gap in education and in the health system. Iceland has the best child care system ensured by the Icelandic Act on Maternity/Paternity and Parental Leave (2000). This law also fixes that gender equality has been educated on each level of education (from kindergarten to high school). Since 2000, there has been a special Act with instructions for the government and business on necessary steps to combat gender inequality. Since 2013, there is an Act that obliges every company with 25 employees or more to have the gender equality program. Moreover, the board of the public companies and state services have to follow the approach of minimum 40% gender equality. After the war, Ukraine will be facing the challenges of building the new social order based both on overcoming the trauma and maintaining principles of democracy and human rights. The Icelandic experience in women’s leadership and gender balanced business, in education and social work a.o. will be very useful for Ukraine.

Moderator: Iryna DROBOVYCH, UWC Strategy Director.

Special address: Maria IONOVA, member of the Ukranian Parliament and co-founder of the UWC.

Speakers: Natalia GERGELIUK, Ukrainian entrepreneur, UWC Regional Representative in Ivano-Frankivsk (working with relocated business running by women). Natalia CHERMOSHENTSEVA, Founder of the Volunteer’s Center ‘Dignity’ (working with women from the temporarily occupied and just liberated territories; since the first days of the large-scaled war, the center has provided humanitarian support to the people of Kherson). Kristín Ástgeirsdóttir activist, former member of Parliament for Kvennalistinn and former Director of the Equality Center. Former Member of Parliament, Director for the Directorate for Gender Equality and activist. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir teacher.


Bríetarstofa

Samtökin ’78

Mikilvægi hinseginfræðslu í skólakerfinu

Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna ’78, Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri, Hafþór Óskarsson grunnskólakennari, Mars Proppé menntaskólakennari og Íris Ellenberger dósent við Háskóla Íslands koma fram.

Samtökin ’78

The importance of Queer Education in Schools

Participants: Tótla I. Sæmundsdóttir education specialist at Samtökin ’78, Sólrún Óskarsdóttir kindergarten principal, Hafþór Óskarsson elementary school teacher, Mars Proppé high school teacher og Íris Ellenberger assistant professor at the University of Iceland.


Ingibjargarstofa

BSRB

Afsláttur á vinnu kvenna

Konur hafa í gegnum tíðina haldið uppi velferðinni á afsláttarkjörum. Störf kvenna hafa alltaf verið vanmetin til launa en nú er nóg komið. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld og launagreiðendur að leiðrétta kjör kvennastétta og afnema afsláttinn þegar í stað því tilboðstímabilið er löngu liðið. Á málstofunni mun Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segja frá vanmati á störfum kvenna og hvernig hægt er að leiðrétta það.

BSRB

Discount on women’s work

Women‘s work has always been undervalued, originally being unpaid to the current discounted salaries. BSRB demands that the authorities and employers secure pay equity, the discount period has long passed. Now we are done waiting. In this seminar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, chair of BSRB (The Federation of State and Municipal Employees) will talk about the undervaluation of women‘s work and how it needs to be corrected.


Kl. 16:00-16:45

Auðarsalur

Hagsmunasamtök kvenna í fótbolta

Kynjajafnrétti í íþróttum: Af hverju er mælirinn fullur hjá knattspyrnkonum?

Anna Þorsteinsdóttir forseti stjórnar Hagsmunasamtaka Knattspyrnukvenna.

Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna fara yfir stöðu kynjajafnréttis í fótboltasamfélaginu og boða til umræðu um mikilvægi baráttunnar fyrir kynjajafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar.

Women’s Football Advocacy Group

Gender Equality in Sports: Why are Women Football Players Fed up with the Situation?

The women’s football advocacy group reviews the status of gender equality in the football community and invites to a discussion about the importance of the fighting for gender equality within sports.


Bríetarstofa

Kvennalistakonur

Í kjölfar kvennaþings: Ný kvennabarátta – Látum til okkar taka!

Á þingi sem Kvennalistakonur buðu til í tilefni af 40 ára afmæli sínu 18. mars sl. kom í ljós mikill hugur í konum til að grípa til aðgerða. Það er sannarlega margt sem bjátar á í okkar samfélagi, og víða um heim er réttindum kvenna ógnað að ekki sé minnst á þá loftslagsvá sem blasir við okkur öllum. Til hvaða aðgerða á að grípa, hvar og hvenær. Þurfa femínistar nýjan vettvang til að tala saman, skipuleggja og skapa samstöðu? Kvennalistakonur bjóða aftur til umræðu á kynjaþingi 2023. Við þurfum og verðum að láta til okkar taka til að verja það sem áunnist hefur og blása til nýrrar femínískrar sóknar.

Kvennalistakonur

After the Forum: Do we need a new feminist wave?

On March 18 2023, the 40th anniversary of the Icelandic Women’s Alliance was celebrated with an open Women’s Forum. The discussions at the Forum showed that there is urgent need for actions to improve the situation of women. Women’s human rights are threatened and we are all facing the devastating climate change. What can we do, where and when? Do feminists in Iceland need a new organisation/forum for discussions, actions and solidarity? Women from the Women’s Alliance invite you all to a discussions on May 13th. We must act now to protect women’s human rights and take important steps forward.


Ingibjargarstofa

Slagtog

Örugg, sterk og frjáls: merking femínískrar sjálfsvarnar“

Slagtog, félaga samtak um femíníska sjálfsvörn (FSV), voru stofnuð árið 2019 með það að markmiði að koma FSV á kortið á Íslandi þegar kemur að forvörnum og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. FSV er kennd víða um heim og hlutu þjálfarar Slagtogs styrk frá Erasmus+ til að leggja stund á tveggja ára þjálfaranám undir handleiðslu Irene Zeilinger, einni af fremstu þjálfurum og fræðikonum í Evrópu þegar kemur að FSV. FSV er ekki eins og hefðbundin sjálfsvörn. FSV mætti best lýsa sem valdeflingarnámskeiði fyrir konur og trans fólk sem felur í sér gagnrýnar umræður um feðraveldið, kynjakerfið og margþætta mismunun, þátttakendum er kennd munnleg, tilfinningaleg og sálræn sjálfsvörn, auk líkamlegrar sjálfsvarnar. FSV hefur aldrei verið kennd áður á Íslandi og því viljum við í Slagtogi mikilvægt að eiga í samstarfi og samtali við önnur femínísk samtök og þjónustur. Markmiðið með fyrirlestrinum er að kynna aðferðir, hugmyndafræði og kosti FSV, ásamt því að skoða helstu gagnrýni á FSV.

Slagtog

„Safe, strong, free: what feminist self defense really means.“

Slagtog, a non-profit organization for feminist self-defense (FSD), was founded in 2019 with the aim of putting FSD on the map in Iceland when it comes to prevention and the fight against gender-based violence. FSD is taught around the world, and Slagtog’s coaches received a grant from Erasmus+ to pursue a two-year training of trainers program under the guidance of Irene Zeilinger, one of the leading coaches and academics in Europe when it comes to FSD. FSD is not like traditional self defense. FSD workshops could be described as an empowerment class for women and trans people that includes critical discussions about the patriarchy, the gender system, GBV and intersectional discriminations. Participants are taught verbal, emotional and psychological self-defense, as well as accessible physical self-defense techniques. FSV has never been taught before in Iceland, so we in Slagtogi want to have a collaboration and dialogue with other feminist organizations and services. The aim of this talk is to present the methods, philosophy and advantages of FSD, as well as to examine and answer the main criticisms of FSD.


16:45⁠

Stúdentakjallarinn

Femmapartý í Stúdentakjallaranum

Feminist party in Stúdentakjallarinn