#jöfnkjör

Hvernig útrýmum við launamun kynjanna? Hverjar eru helstu áskoranir og til hvaða aðgerða þarf að grípa. Heildarsamtök launafólks fjalla um stöðu kvenna og karla og næstu skref í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði.

Megináhersla verður lögð á áhrif ólaunaðra starfa á launuð störf sem birtist m.a. í því að konur eru allt að fimmfalt lengur frá vinnumarkaði í kjölfar barneigna og um þriðjungur kvenna velur hlutastarf til að axla ábyrgð á fjölskyldunni. Það hefur veruleg áhrif á möguleika þeirra til starfsþróunar á vinnumarkaði, á tekjur þeirra yfir starfsævina og þegar kemur að ellilífeyri. Afleiðingar ábyrgðar kvenna á heimilis- og umönnunarstörfum á tekjumöguleika þeirra eru óásættanlegar og það er kominn tími til að gripið verði til aðgerða!

***

Að viðburðinum standa ASÍ, BSRB, BHM og .