Veröld, 28. maí 2022, kl. 13-18

Kynjaþing 2022

Allan daginn

Sigrún hannyrðapönkari: Femínískt hannyrðapönk í almenningsrými. Kaffihúsið í Veröld.

Feminískt hannyrðapönk í almenningsrými er vinnustofa í hannyrðagraffi. Opið öllum, óháð kunnáttu eða fyrri reynslu af hannyrðum. Allt efni á staðnum og án endurgjalds. Áhugi og forvitni er allt sem þarf.

Hannyrðir/handverk + pönk = Hannyrðapönk

Hannyrðapönk er frjálsleg þýðing mín á enska orðinu „craftivism“, sem er samsett úr ensku orðunum craft + activism.

Þrátt fyrir að hannyrðir og handverk hafi verið notað til að segja sögur frá örófi alda varð hugtakið craftivism til á hannyrðahittingi í New York árið 2003. Betsy Greer er ljósmóðir orðsins, veitti hugtakinu brautargengi og samdi, ásamt fleira hannyrðafólki, stefnuyfirlýsingu hannyrðapönkara.

Sigrún hannyrðapönkari bíður þátttakendum á Kynjaþingi að taka þátt í hannyrðapönki á kaffistofunni í Veröld. 


Kvennasögusafn Íslands: Örsýning á bolum og öðrum munum úr baráttunni. Kaffihúsið í Veröld.


1600 niðurfelld nauðgunarmál. Sýning á fyrri verkum.


13:00⁠–13:45

Öfgar: Saga þolenda, hin raunverulega slaufun. Auðarsalur

Umræðan um slaufunarmenningu hefur verið hávær undanfarið þar sem fólk grætur sáran að gerendur þurfi loksins að axla ábyrgð á gjörðum sínum og geti ekki treyst lengur á brotið réttarkerfi útaf svokölluðum „dómstól götunnar“. Því ákváðum við að rekja sögu þolenda í gegnum aldirnar og varpa fram spurningunni um hina raunverulegu slaufun. Þegar sagan er skoðuð má finna allskyns aðferðir sem hafa verið nýttar til að þagga niður þolendur. Ofbeldi hefur þrifist alltof lengi í þögninni, tími þolenda er núna. Hlustum, trúum og berjumst.


ASÍ: Discrimination in the workplace. IN ENGLISH. VHV-007

ASÍ, the Icelandic Confederation of Labour, invites you to a roundtable discussion on discrimination in the workplace.

Participants:

Agnieszka Sokolowska – Librarian and interpreter: Defining the village – Women of foreign origin and social exclusion in the workplace

Sherry Ruth Espino Buot – Nurse and a preschool Special educator: Women of Foreign Origin – Stereotyping and Discrimination in the labour market

Wiktoria Joanna Ginter, music manager and a Sales specialist: Immigrants as a resource – the problem of overqualification and underachievement of immigrant women on labor market.


Rótin. Lokaður stefnumótunarfundur. VHV-008

Félagar hittast á lokuðum fundi og ræða stefnu félagsins.


14:00⁠–14:45

Multiple discriminations and women refugees. IN ENGLISH. Auðarsalur

Á þessum viðburði koma saman konur sem eiga það sameiginlegt að hafa flóttabakgrunn eða þekkja til aðstæðna kvenna á flótta í gegnum aktívisma, fræðimennsku eða störf á þessu sviði. Við munum deila sögum kvenna með flóttabakgrunn og leggjum áherslu á að miðla þeim upplýsingum sem þær konur vilja sjálfar upplýsa almenning um.

ENG: Discussions with women refugees about multiple discriminations.

Event will take place in English.


Handmótuð áhrif – 1600 niðurfelld nauðgunarmál. VHV-007

Kynning á verkefninu 1600 niðurfelld nauðgunarmál sem er listrænn þátttökugjörningur sem vekur athygli á stöðu nauðgunarmála í réttarkerfinu. í verkefninu felst aktivismi gegn nauðgunarmenningu og þér er boðið að taka þátt.

Sjá meira á: https://www.1600cases.com


Samtökin ´78: Samtal við hinsegin ungmenni. Lokaður félagsfundur í VHV-008

Lokaður félagsfundur Samtakanna ’78. Samtal við hinsegin ungmenni.


15:00⁠–15:45

Rótin: Opinn fundur með konum í vímuefnageiranum. VHV-007

Opinn fundur með konum í vímuefnageiranum.


16:00⁠–16:45

UN Women: Innrásin í Úkraínu og mikilvægi kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar. Auðarsalur

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi stýrir umræðum. Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi utanríkisráðherra og svæðisstjóri UN Women verður ásamt Árna Matthíassyni, netstjóra mbl.is og stjórnarmeðlimi UN Women á Íslandi. Fleiri þátttakendur í umræðum verða staðfest síðar.


Urðabrunnur og Reykjavík Feminist Film Festival. VHV-007 

Markmið Urðarbrunnar er að styðja, vernda og undirbúa verðandi foreldra eða mæður til að takast á við það nýja hlutverk að eignast barn og veita þeim viðeigandi stuðning, hvatningu og fræðslu bæði fyrir og eftir fæðingu barnsins með því að leiðarljósi að auka hæfni þeirra og getu við umönnun og tengslamyndun við nýburann.

Markmiðið er að með tímanum eiga foreldrar að geta mætt barninu með ákveðnum ramma og festu og vera betur í stakk búnir til þess að tryggja öryggi og vellíðan barna sinna og vera í stakk búið að flytja í eigið húsnæði.

Viðburður í samstarfi við RFFF – Reykjavík Feminist Film Festival.


16:45⁠

Femmapartý í Stúdentakjallaranum