#MeToo – Hver er þinn réttur?

Þekkir þú þinn rétt á vinnustað í tengslum við #metoo byltinguna?

Heildarsamtök launafólks verða með fræðsluerindi um þær reglur sem gilda um réttindi starfsfólks, skyldur og ábyrgð atvinnurekenda varðandi jafnrétti og öryggi á vinnustað. Ljóst er að lög og reglur duga ekki ein og sér til að breyta menningunni og samfélagslegum viðhorfum.

Því verða jafnframt kynntar niðurstöður þjóðfundar um næstu skref og aðgerðir í #metoo baráttunni sem samtökin og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir í byrjun febrúar. Þar var #metoo konum boðið upp á samtal um áherslur og aðgerðir samtaka launafólks sem næstu skref þeirra í byltingunni munu byggja á og varða ábyrgð stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga, samfélagsins og einstaklinga.

***

Að viðburðinum standa ASÍ, BSRB, BHM og .