ÉG – kvikmyndasýning

Sýning á stuttmyndinni “ÉG” eftir Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og Völu Ómarsdóttur, kl. 16:00 á Kynjaþingi í Veröld.

Eftir sýninguna verður Q&A með leikstýrunum og skipuleggjendum RVK Feminist Film Festival, Leu Ævars og Sólrúnu Freyju Sen.

Stuttmyndin ÉG er eftir Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og Völu Ómarsdóttur og var unnin í samvinnu við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur.

Myndin hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna, verið þýdd yfir á 13 tungumál og var sýnd um allan heim sem hluti af Five Films For Freedom sem er stafræn hátíð á vegum British Film Institute og British Council.

Svanur ferðast til Reykjavíkur í leit að frelsi. Þegar læknisheimsókn fer ekki eins og hán hafði vonast eftir, reynist traust vinátta mikilvæg.

November 13 @ 16:00
16:00 — 16:45 (45′)

Auðarsalur

RVK Feminist Film Festival