Höfnum hatri með bættri löggjöf

Samtökin ‘78 hafa árum saman barist fyrir bættri hatursglæpalöggjöf án árangurs. Síðustu vikur hefur staðið yfir samfélagsleg umræða um hatursglæpi og -áróður eftir að ungur hommi birti upptöku af símtali þar sem honum var hótað ofbeldi fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Samtökin ’78 héldu í kjölfarið viðburðinn Hatur, nú og þá, á haustfundi sínum. Þar voru viðmælendur Úlfar Viktor Björnsson og Hörður Torfason, tveir hommar sem báðir eru þolendur hatursglæps með næstum hálfrar aldar millibili. Á þessum næsta viðburði okkar viljum við færa fókusinn yfir á transfóbíu og hatur.

Arna Magnea Danks er 51 árs trans kona, kennari, áhættuleikari, kynjafræðinemi, móðir og alls kyns fleira. Arna Magnea er einnig þolandi haturs. Arna mun deila af reynslu sinni og sýn og þannig varpa ljósi á veruleika trans fólks og skorti á haturslæpalöggjöf.

Hvar liggja mörkin milli skoðana og hatursorðræðu? Hvar liggja mörkin milli óviðurkvæmilegrar hegðunar og ógnunar? Hvar liggja mörkin milli einstakra atburða og kerfisbundins ofbeldis?

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Kynjaþings árið 2021 og fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, sem er aðgengilegt hjólastólum.

November 13 @ 14:00
14:00 — 14:45 (45′)

Bríetarstofa

Samtökin ’78