Frjálsir vængir

Jokka G. Birnudóttir kynnir starfsemi Aflsins á Akureyri og ræðir um leiðina frá ofbeldi til úrlausnar. *** Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Þau voru stofnuð 2002 og eru rekin á Akureyri.
Read More
Kvikmyndasýning á Myndinni af mér, nýrri femínískri stuttmynd. Brynhildur leikstjóri myndarinnar situr fyrir svörum að lokinni sýningu. *** Myndin af mér er stuttmynd eftir Brynhildi Björnsdóttur, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Myndin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf...
Read More
Eva Huld Ívarsdóttir heldur erindi um feminískar lögfræðikenningar og hvernig þær vinna að því marki að stuðla að jafnrétti kynjanna í réttinum. Eva Huld er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands. Í meistaranáminu hefur hún lagt áherslu á mannréttindi, feminíska lögfræði og refsirétt. Síðast liðið sumar hlaut hún styrk til að vinna að rannsókn á réttarstöðu...
Read More
Á viðburðinum verður sjónum beint að kröfum samfélagsins til fatlaðra kvenna að vera ávalt stilltar, þakklátar og kurteisar. Fjallað verður um áhrif þessarar kröfu á daglegt líf sem og möguleika fatlaðra kvenna til þátttöku í hverskyns baráttustarfi.  *** Tabú er femínísk hreyfing þar sem við beinum sjónum okkar að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún er...
Read More
Fyrirlestur Logan Smith mun fjalla um hennar upplifun sem þolandi mansals í Bandaríkjunum þegar hún var ung. Hún mun einnig fjalla um hvernig hægt er að skima fyrir þolendum mansals í okkar nánasta umhverfi. Eftir fyrirlesturinn munu Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands bregðast við fyrilrestrinum. Í lokin verða umræður....
Read More
Eruð þið sjúklega ástfangin eða “sjúk”lega ástfangin? Í febrúar fór fram átak á vegum Stígamóta undir heitinu Sjúk ást þar sem vakin var athygli á ofbeldi í unglingasamböndum og áhersla lögð á heilbrigð samskipti. Hér verður fjallað um þann raunveruleika sem við sjáum á Stígamótum sem ýtti okkur út í þetta átak, hvernig átakið fór...
Read More