Félögum í Kvenréttindafélagi Íslands er boðið að taka þátt í fundi þar sem ræddar verða áherslur í stefnu félagsins. Fundurinn er haldinn í þjóðfundarstíl. Þátttakendum er skipt upp á borð þar sem þeir leggja fram sínar hugmyndir um hvaða áherslur skuli vera í starfi og stefnu félagsins.
Í lok fundar draga borðstjórar saman helstu áherslur sem fram komu í umræðum á borðunum og kynna fundargestum. Hugmyndirnar sem fram koma verða notaðar til hliðsjónar við vinnslu á nýjum drögum að stefnuskrá félagsins sem stjórn Kvenréttindafélagsins mun leggja fram á aðalfundi í vor.
Hægt er að lesa núverandi stefnuskrá Kvenréttindafélags hér: http://kvenrettindafelag.is/um-okkur/stefnuskra/
Mikil gróska hefur verið í starfi Kvenréttindafélagsins undanfarin misseri en við viljum alltaf bæta við okkur öflugum félögum sem vilja leggja okkur lið í jafnréttisbaráttunni.
Núna er tækifæri til að hafa áhrif!
Athugið, fundurinn er lokaður öðrum en skráðum félögum í Kvenréttindafélagi Íslands en hægt er að gerast félagi á staðnum.