Í matsal verður boðið upp á pálínutorg þar sem hægt er að ráfa á milli bása, spjalla og læra.
Gómsætar veitingar verða í boði allan daginn á Kynjaþingi. Kleinur, kökur, kaffi, ávextir og fleira!
Við vorum að taka til!
Kvenréttindafélagið býður upp á allskyns sögulegt dót sem fannst við tiltekt í geymslu félagsins í vetur. Bolir, bækur, dreifirit, bæklingar, merki og fleira. Greiðið fyrir með frjálsum framlögum.
Alvöru spákona spáir fyrir gestum kynjaþings
Sérstök barmmerkjavél verður til taks og hægt að gera sitt eigið barmmerki með femmaþema.
Kynjaþing býður upp á leiki og gæslu fyrir börn á aldrinum 4-10 ára svo foreldrar geti hlustað á erindi og pallborð eða bara átt rólegt spjall á meðan.
Sigrún Hannyrðapönkari kennir okkur nýjar leiðir til að pönkast í feðraveldinu
Listasafn ASÍ verður með sérstakan Kvennaársvarning til sölu
Í hornum, stigum, sætum utan og innandyra verða ótal tækifæri til að plotta næstu skref í jafnréttisbaráttunni.
Taktu flottar myndir með vinkonum í sjálfubásnum!
Á kynjaþingi getur þú komið með fötin sem þú ert komin með leið á og skipt þeim út fyrir föt sem einhver önnur/annað er komið með leið á.
Þau sem verða með erindi eða sitja í pallborði munu sitja fyrir svörum í QnA horni á Pálínutorginu.
Anti-gender hreyfingin
Týndi fjársjóðurinn – brottfall kvenna af vinnumarkaði.
Hvers vegna eru konur á miðjum aldri með hágengi nýrra örorkulífeyrisþega.
West-nordic feminist network is a newly founded network of feminists in Iceland, Greenland and the Faroe Islands along with Denmark. The network aims to increase the collaboration and support between the close neighboring countries that differ substantially when it comes to gender equality.
Dr. Irma Erlingsdóttir, director of GRÓ-GEST will hold a short introduction to the works of the philosopher Michelle Perrot and her feminist work. A panel discussion curated by Helene Forsberg, director of Kvinderådet in Denmark will follow where Greenlandic, Faroees and Icelandic feminists discuss how the patriarchy manifests in the desire to control women’s bodies.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 stendur fyrir pöbbkvissi sem stýrt verður af Kristínu Svövu Tómasdóttur, rithöfundi og Rakel Adolphsdóttur, framkvæmdastýru Kvennasögusafns. Við fáum einnig að sjá myndband um kvennabaráttuna á Íslandi.