Femínísk fjármál. Aðhald frá grasrótinni?

Ráðstöfun á opinberu fé getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Víða er hinu opinbera veitt femínískt aðhald í fjármálum, m.a. British Women‘s Budget Group í Bretlandi og Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð. Á Kynjaþingi ætlum við að ræða hvort og hvernig grasrótin á Íslandi getur haft áhrif á stjórnvöld.

Á málþinginu koma fram sérfræðingar á sviði kynjaðra fjármála frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Reykjavíkurborg til að kynna mikilvægi þess að kynja-og jafnréttissjónarmiðum sé beitt í stefnumótun og áætlunargerð. Í framhaldi af því verða umræður um áskoranir og tækifæri, og velt fram þeirri hugmynd um að stofna félag um femínísk fjármál.

***

Femínísk fjármál, óformlegur hópur femínista sem hafa áhuga á kynjaðri fjárhagsgerð og starfa innan stjórnsýslunnar og í háskólasamfélaginu, stendur að þessum viðburði. Við þökkum Sveriges Kvinnolobby fyrir myndina.