Hannyrðapönk

Sigrún Bragadóttir býður gestum Kynjaþings að taka þátt í hannyrðapönki / craftivisma með henni í almannarými þingsins, milli kl. 14 og 16.

Í gegnum tíðina hafa hannyrðir sjaldan verið teknar alvarlega sem tjámiðill og/eða listform vegna þess að það hefur verið litið á það sem kvenlegt dúllerí og skraut, heimilisiðnað sem ekki var vert að taka alvarlega. Hannyrðir hafa samt sem áður verið notaðar til að koma pólitískum ádeilum, skilaboðum áfram í aldaraðir. 

Mikil endurvakning í craftivism hefur átt sér stað erlendis frá 2003, frá því Betsy Greer sauð saman orðunum craft/hannyrðir og activism/aktívismi-pönk. 

Verið með í 2 tíma kaffispjalls-vinnustofu í anda gömlu saumaklúbbanna/vinkonuhittinganna ! Tökum okkur pláss í almenningsrýminu, á hvern þann hátt sem við kjósum, með hannyrðum. 

Sigrún verður með nálar, efni og garn/tvinna og sýni  undirstöðu atriðin í krosssaumi og frágangi. Engin krafa um útsaumskunnáttu.

Next Post