Hvað er kyn? Kynverund, kyngervi, kynvitund, kyneinkenni, kynjakettir… kyn getur þýtt óteljandi hluti á okkar máli. Á þessum viðburði verður grafið ofan í hvað kyn er og mismunandi birtingarmyndir þess, auk umfjöllunar um nokkrar þær leiðir sem hægt er að vera á skjön við hefðbundið kyn og vera þá jafnvel hinsegin.
***
Samtökin ’78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.