Jafnrétti er lykilstef í nýja stjórnmálaaflinu Viðreisn, enda órjúfanlegur þáttur í þeirri frjálslyndisstefnu sem aflið kennir sig við. Jafnt hlutfall karla og kvenna er að finna í stjórn flokksins, auk allra framboðslista. Þá hefur flokkurinn, á þingi innleitt jafnlaunavottun í öll stærri fyrirtæki landsins, barist fyrir breytingum á lögum varðandi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt og nú stendur til að koma af stað þjóðarátaki um bætt kjör kvennastétta.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og fyrrv. jafnréttismálaráðherra, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður og saksóknari og Geir Finnsson, formaður Uppreisnar í Reykjavík kynna okkur fyrir áherslum flokksins hvað varðar femínisma og frelsi.
***
Kvennahreyfing Viðreisnar er jafnréttishreyfing stjórnmálaflokksins Viðreisnar.