Norræna húsið

© Mats Wibe Lund

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar.

Í Norræna húsinu er að finna bókasafn sem lánar út bókmenntir eingöngu á norrænum tungumálum, barnabókasafn, sýningarsali, tónleika/ fyrirlestrar/kvikmyndasal og veitingastaðinn Aalto Bistro.

Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi.

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða er í Norræna húsinu. Látið okkur vita ef þið hafið sérþarfir.

Rými í Norræna húsinu

Þátttakendur í Kynjaþingi geta kosið að halda viðburði sína í fjórum rýmum.

Salurinn í Norræna húsinu tekur 90 manns í sæti. Þar er að finna myndvarpa, stórt tjald, tölvu, nettengingu og hágæða ráðstefnuhljóðkerfi.

Alvar Aalto fundarherbergið tekur 14-16 manns í sæti. Þar er að finna 75 tommu flatskjá.

Aino Aalto fundarherbergið tekur 8-10 manns í sæti. Þar er að finna 65 tommu flatskjá.

Í anddyri Norræna hússins verða kynningarborð þar sem hægt er að koma fyrir bæklingum og öðru kynningarefni.