#MeToo

Er pláss fyrir allar konur sem búa á Íslandi í íslenskri kvennahreyfingu?

#metoo hópur kvenna af erlendum uppruna býður upp á samtal um femínisma á Íslandi. Við sýnum videolistaverk „Setjast að“ eftir írsk-íslenska listakonu Sinéad McCarron og bjóðum upp á spjall nokkura femínista af íslenskum og erlendum uppruna. Þær munu velta fyrir sér hvernig konur af erlendum uppruna upplífi sig innan íslenskrar kvennahreyfingar, hvaða viðhorf íslenskir femínistar hafa gagnvart erlendum systrum þeirra og örugglega annað skemmtilegt.

***

#MeToo hópur kvenna af erlendum uppruna er óformlegur hópur kvenna af erlendum uppruna sem tekið hafa þátt í umræðunni um #metoo á Íslandi síðustu misserin.

Previous PostNext Post