Sjúk ást

Eruð þið sjúklega ástfangin eða “sjúk”lega ástfangin? Í febrúar fór fram átak á vegum Stígamóta undir heitinu Sjúk ást þar sem vakin var athygli á ofbeldi í unglingasamböndum og áhersla lögð á heilbrigð samskipti. Hér verður fjallað um þann raunveruleika sem við sjáum á Stígamótum sem ýtti okkur út í þetta átak, hvernig átakið fór fram og hvernig til tókst. En mikilvægasta spurningin er auðvitað – hvað gerist næst?

***

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.