Áfallasaga kvenna

Áfallasaga kvenna, Kvennaathvarfið og Stígamót bjóða ykkur velkomin á fund um ofbeldi gegn konum á Íslandi, í Veröld kl. 14:00 laugardaginn 13. nóvember.

Unnur Valdimarsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna um algengi ofbeldis gegn konum á Íslandi og heilsufarslegum afleiðingum þess. Rannsóknin tók til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði. 32.811 konur tóku þátt í rannsókninni og svöruðu spurningum sem tóku m.a. til reynslu þeirra af kynferðislegri áreitni og líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi.

Í ljós kom að hátt hlutfall kvenna á Íslandi hafði orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og margar greina frá kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þetta eru sláandi tölur og mun Unnur kynna nánar þessar niðurstöður og rannsóknir á heilsufarslegum afleiðingum slíkra áfalla.

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta bregðast við niðurstöðum úr rannsókninni og stýra svo umræðum meðal gesta á Kynjaþingi.

Mynd: María Kjartans fyrir Áfallasögu kvenna

November 13 @ 14:00
14:00 — 14:45 (45′)

Auðarsalur

Áfallasaga kvenna, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót