Femínískt hannyrðapönk

Velkomin á smiðju Sigrúnar hannyrðapönkara, laugardaginn 13. nóvember milli kl. 13 og 16. Smiðjan er haldin kaffihúsinu í Veröld, húsi Vigdísar.

Sigrún hannyrðapönkari fer yfir grunnatriði útsaums og hvernig er hægt að graffa almenningsrými bæði með nýjum og gömlum útsaumi og þannig stuðla gegn sóun textíls með afturnýtingu. Hver og ein manneskja sem vill láta gott af sér leiða með handavinnu, handverki og/eða hannyrðum sínum geti starfað undir formerkjum hannyrðapönksins.

Smiðjan er fyrir allt fólk sem vill láta til sín taka, engrar sérkunnáttu er krafist.

Allt hráefni á staðnum að kostnaðarlausu.

Hægt er að mæta hvenær sem er á milli 13 og 16 og sitja eins lengi og hver vill 🙂

HVAÐ ER HANNYRÐAPÖNK?
Hannyrðir/handverk + pönk.

Hannyrðapönk er frjálsleg þýðing á enska orðinu „craftivism“, sem er samsett úr ensku orðunum craft + activism, og lýsir því er fólk notast við handavinnu í aktívisma sínum

Hannyrðagraff er samnefnari fyrir nokkur hugtök og lausleg þýðing á m.a. yarn bombing, yarn storming, guerrilla knitting, kniffiti, urban knitting eða graffiti knitting. Hannyrðagraff, er hluti af hannyrðapönki og lýsir þvi þegar fólk notar hannyrðir á borð við prjón, hekl eða útsaum til að hafa áhrif á samferðafólk sitt með götulist.

STAÐSETNING
Kaffi Gaukur
Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík

AÐGENGI
Smiðjan er á einum stað í opnu rými. Salerni er aðgengilegt hjólastólum og lyfta er í húsinu

November 13 @ 13:00
13:00 — 16:00 (3h)

Femínískt kaffihús

Sigrún hannyrðapönkari