Þú getur haft áhrif. Ef þú sérð eitthvað, gerðu eitthvað.

Miklar sviptingar hafa átt sér stað í þjóðfélagsumræðunni, ekki bara hér á landi heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir.

Á vinnusmiðju Blátt áfram munum við bjóða upp á fræðslu og samtal. Við munum fara í leiki og æfa okkur í að ræða opinskátt um málefnið.

Stjórnendur vinnusmiðjunnar eru þær Guðrún Helga Bjarnadóttir fræðslufulltrúi og sérfræðingarnir Íris Björg Birgisdóttir og Þórleif Guðjónsdóttir, en þær starfa allar fyrir samtökin Blátt áfram.

***

Blátt áfram er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við notum forvarnir og fræðslu í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Blátt áfram eru frjáls og óháð félagasamtök fjármögnuð af frjálsum framlögum og styrkveitingum.

March 3 @ 14:00
14:00 — 14:45 (45′)

Stofa 404

Blátt áfram

Önnur dagskrá