Til að reyna að varpa ljósi á þetta mun Jenný Kristín Valberg, MA nemi í kynjafræði fjalla um rannsókn sína þar sem hún kannar viðhorf kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum til lögbundinar sáttameðferðar. Rannsóknarspurningin er: „Getur sáttameðferð sýslumanns stuðlað að endurteknu ofbeldi kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum“.
Rannsóknir hafa sýnt að munur sé á stöðu íslenskra og erlendra kvenna. Konur af erlendum uppruna eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætlar Ísól Björk Karlsdóttir ráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu að fjalla aðeins um það en markmið rannsóknar hennar var að varpa ljósi á stöðu innflytjendakvenna á Íslandi sem búa við ofbeldi maka og þær lagalegu, efnahagslegu og félagslegu hindranir sem þær mæta. Aðalmarkmiðið var að grafast fyrir um mikilvægi samfélagsfræðslu fyrir innflytjendur samkvæmt upplifun viðmælenda hennar.
***
Samtök um kvennaathvarf opnuðu fyrst athvarf fyrir konur sem ekki gátu búið heima hjá sér vegna ofbeldis árið 1982.