Getur sáttameðferð sýslumanns stuðlað að endurteknu ofbeldi kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum?

Markmið þessa viðburðar er að skoða hvort að það megi færa rök fyrir því að konum sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum upplifi það sem mætti kalla stofnanalegt ofbeldi í þessum aðstæðum og hefur enska hugtakið e. secondary victimization verið notað til að lýsa þeim aðstæðum en það einkennist oft af kvíða, efa, sjálfsásökunum og jöðrun. Þar sem  stöðu sinnar vegna lendi þær annars vegar á milli ofbeldismanns sem getur í gegnum þetta ferli haldið áfram ofbeldinu og svo stjórnsýslunni hins vegar sem er fulltrúar sýslumanns í þessum málum.

Til að reyna að varpa ljósi á þetta mun Jenný Kristín Valberg, MA nemi í kynjafræði fjalla um rannsókn sína þar sem hún kannar viðhorf kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum til lögbundinar sáttameðferðar. Rannsóknarspurningin  er: „Getur sáttameðferð sýslumanns stuðlað að endurteknu ofbeldi kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum“.

Rannsóknir hafa sýnt að munur sé á stöðu íslenskra og erlendra kvenna. Konur af erlendum uppruna eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætlar Ísól Björk Karlsdóttir ráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu að fjalla aðeins um það en markmið rannsóknar hennar var að varpa ljósi á stöðu innflytjendakvenna á Íslandi sem búa við ofbeldi maka og þær lagalegu, efnahagslegu og félagslegu hindranir sem þær mæta. Aðalmarkmiðið var að grafast fyrir um mikilvægi samfélagsfræðslu fyrir innflytjendur samkvæmt upplifun viðmælenda hennar.

***
Samtök um kvennaathvarf opnuðu fyrst athvarf fyrir konur sem ekki gátu búið heima hjá sér vegna ofbeldis árið 1982.

March 3 @ 13:00
13:00 — 13:45 (45′)

Stofa 304

Samtök um kvennaathvarf

Önnur dagskrá