Kvennasögusafn Íslands sýnir valda muni frá femínískri baráttu liðinnar aldar á Kynjaþingi 2021.
Munirnir sýna sögu sem ekki væri til staðar nema vegna þess að einstaklingar og félagasamtök héldu utan um gögn frá starfi sínu og afhentu þau safninu til varðveislu.
—
Nánar um Kynjaþing 2021:
Kynjaþing er haldið í Veröld – hús Vigdísar, laugardaginn 13. nóvember kl. 13:00-18.00. Flestum viðburðum Kynjaþings er streymt. #kynjathing
Við minnum á grímuskyldu í Veröld og hvetjum öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður en mætt er í Veröld.
Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.
Femínískt kaffihús
Kvennasögusafn Íslands