Örsýning: Kvennasögusafn á Kynjaþingi

Hvernig varðveitum við baráttuna?

Kvennasögusafn Íslands sýnir valda muni frá femínískri baráttu liðinnar aldar á Kynjaþingi 2021.

Munirnir sýna sögu sem ekki væri til staðar nema vegna þess að einstaklingar og félagasamtök héldu utan um gögn frá starfi sínu og afhentu þau safninu til varðveislu.

Nánar um Kynjaþing 2021:

Kynjaþing er haldið í Veröld – hús Vigdísar, laugardaginn 13. nóvember kl. 13:00-18.00. Flestum viðburðum Kynjaþings er streymt. #kynjathing

Við minnum á grímuskyldu í Veröld og hvetjum öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður en mætt er í Veröld.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

November 13 @ 13:00
13:00 — 17:30 (4h 30′)

Femínískt kaffihús

Kvennasögusafn Íslands