Stilltar og hógværar fatlaðar konur

Á viðburðinum verður sjónum beint að kröfum samfélagsins til fatlaðra kvenna að vera ávalt stilltar, þakklátar og kurteisar. Fjallað verður um áhrif þessarar kröfu á daglegt líf sem og möguleika fatlaðra kvenna til þátttöku í hverskyns baráttustarfi. 

***

Tabú er femínísk hreyfing þar sem við beinum sjónum okkar að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún er sprottin af baráttukrafti kvenna, sem hafa ekki einungis upplifað misrétti á grundvelli fötlunar og kyngervis, heldur einnig mögulega kynhneigðar, kynþáttar og aldurs svo eitthvað sé nefnt.

March 3 @ 15:00
15:00 — 15:45 (45′)

Stofa 403

Tabú

Önnur dagskrá