Hver er raunveruleikinn sem mætir erlendum konum sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi? Nanna Hermannsdóttir kynnir skýrslu Alþýðusambands Íslands sem gefin var út í sumar um reynslu erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði. Sérstök áhersla er lögð á þá tvöföldu hindrun sem erlendar konur verða fyrir sem byggist bæði á kyni þeirra og þjóðerni. Agnieszka Ewa...Read More
Á málstofunni verða 3 erindi: Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins mun flytja frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu. Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu mun fjalla stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem...Read More
// Á viðburðinum verður endurskoðað, tekið til í, Marie Kondo-að og rifið niður hugtakið „kyn“. Það þarf að skapa umræðu um orðið kyn. Hvað meinarðu þegar þú segir „kyn“? Hver er merking orðisins? Er orðið kyn hreinlega úrelt? Áhersla verður lögð á virkar samræður og umræðuleiki. Hvetjum öll til að koma og vera með, sama...Read More
Konur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Í dag eru konur 38% þingmanna á Alþingi, sem er vissulega afturhvarf frá því sem áður var, og 47,1% bæjarfulltrúa í sveitarstjórnum. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu eru konur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara, þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki...Read More
Sigrún Bragadóttir býður gestum Kynjaþings að taka þátt í hannyrðapönki / craftivisma með henni í almannarými þingsins, milli kl. 14 og 16. Í gegnum tíðina hafa hannyrðir sjaldan verið teknar alvarlega sem tjámiðill og/eða listform vegna þess að það hefur verið litið á það sem kvenlegt dúllerí og skraut, heimilisiðnað sem ekki var vert að...Read More
Tölum saman og skálum fyrir framtíðinni! Pinnamatur og Shirley Temple hænustél verða á borðstólnum í almannarýminu á 2. hæð. Nýtum tækifærið og kynnumst hverju öðru! Á boðstólnum verður tyrkneskt lostæti gert af Deryu k. Özdilek: Sarma vínberjalauf með hrísgrjónum, börek bollur með steinseljum og 3 mismunandi fyllingum, rauðar linsubollukúlur eða bulgur salat, baklava og tapas....Read More