Jokka G. Birnudóttir kynnir starfsemi Aflsins á Akureyri og ræðir um leiðina frá ofbeldi til úrlausnar. *** Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Þau voru stofnuð 2002 og eru rekin á Akureyri.Read More
Kvikmyndasýning á Myndinni af mér, nýrri femínískri stuttmynd. Brynhildur leikstjóri myndarinnar situr fyrir svörum að lokinni sýningu. *** Myndin af mér er stuttmynd eftir Brynhildi Björnsdóttur, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Myndin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf...Read More
Eva Huld Ívarsdóttir heldur erindi um feminískar lögfræðikenningar og hvernig þær vinna að því marki að stuðla að jafnrétti kynjanna í réttinum. Eva Huld er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands. Í meistaranáminu hefur hún lagt áherslu á mannréttindi, feminíska lögfræði og refsirétt. Síðast liðið sumar hlaut hún styrk til að vinna að rannsókn á réttarstöðu...Read More
Á viðburðinum verður sjónum beint að kröfum samfélagsins til fatlaðra kvenna að vera ávalt stilltar, þakklátar og kurteisar. Fjallað verður um áhrif þessarar kröfu á daglegt líf sem og möguleika fatlaðra kvenna til þátttöku í hverskyns baráttustarfi. *** Tabú er femínísk hreyfing þar sem við beinum sjónum okkar að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún er...Read More
Fyrirlestur Logan Smith mun fjalla um hennar upplifun sem þolandi mansals í Bandaríkjunum þegar hún var ung. Hún mun einnig fjalla um hvernig hægt er að skima fyrir þolendum mansals í okkar nánasta umhverfi. Eftir fyrirlesturinn munu Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands bregðast við fyrilrestrinum. Í lokin verða umræður....Read More
Eruð þið sjúklega ástfangin eða “sjúk”lega ástfangin? Í febrúar fór fram átak á vegum Stígamóta undir heitinu Sjúk ást þar sem vakin var athygli á ofbeldi í unglingasamböndum og áhersla lögð á heilbrigð samskipti. Hér verður fjallað um þann raunveruleika sem við sjáum á Stígamótum sem ýtti okkur út í þetta átak, hvernig átakið fór...Read More