Kynjaþing 9.–13. nóvember 2020 #kynjaþingheima

Kynjaþing 2020

9. - 13. nóvember 2020

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Í ár fer dagskrá Kynjaþings fram eingöngu á veraldarvefnum! Fylgist með nýjum viðburðum hér.

#kynjaþingheima

Dagskrá Kynjaþings 2020

ASÍ – Alþýðusamband Íslands, BHM – Bandalag háskólamanna, BSRB, Efling, Femínísk fjármál, FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu, Kvennaathvarfið, Kítón – Konur í tónlist, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafnið, Kvenréttindafélagið, Samtök um líkamsvirðingu, Samtökin ’78, Stelpur rokka!, Sögufélag Íslands, Tabú, Trans Ísland, UN Women á Íslandi, WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi, og W.O.M.E.N. in Iceland taka þátt í Kynjaþingi 2020.

Vertu með 💪💪🏽💪🏾