Kynjaþing 2019

Velkomin á Kynjaþing 2019, haldið í 2. nóvember 2019 í Norræna húsinu.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynntu þér það helsta sem er að gerast í jafnréttismálum í dag og skálaðu svo með okkur fyrir framtíðinni!

Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin!

Tölum saman! Höfum hátt!

Dagskrá

Tækniskólinn á Skólavörðuholti

Tækniskólinn er staðsettur í húsi gamla Iðnskólans í Reykjavík, á Skólavörðuholti.

Gott aðgengi er að húsnæði Tækniskólans. Kynjaþingið er haldið á 3.  og 4. hæð og er lyfta upp á hæðirnar.

Sjáið Tækniskólann á Google Maps.

Félög

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.