Kynjaþing 2018

Velkomin á Kynjaþing 2018, haldið í marsmánuði 2018 í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.

Á kynjaþinginu gefst fólki og félagsamtökum tækifæri til að kynna sig og kynnast öðrum sem eru virk í jafnréttisbaráttunni.

Þú getur staðið fyrir viðburði, málþingi eða sýningu, verið með kynningu á starfinu þínu, eða bara mætt og kynnt þér það helsta sem er að gerast í jafnréttismálumbaráttunni í dag.

Nánari dagsetning verður auglýst síðar.

Þátttaka á Kynjaþinginu er ÓKEYPIS!

Skráðu viðburð á Kynjaþing | Skráðu þig á póstlista

Tölum saman! Höfum hátt!

Dagskrá

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning.

Dagskrá þingsins er skipulögð af þátttakendum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum.

Við höfum til umráða tvær skólastofur í Tækniskólanum á Skólavörðuholti þar sem hægt er að skipuleggja málstofur, fyrirlestra, kvikmyndasýningar, hvað sem ykkur dettur í hug.

Dagskrá

Stofa 1

Stofa 2

12:00–12:45

12:00–12:45

13:00–13:45

13:00–13:45

14:00–14:45

#Jöfnkjör
Samtök launafólks

14:00–14:45

 

15:00–15:45

#jöfnkjör
Samtök launafólks

15:00–15:45

Femínískar kosningar 2018
Kvenréttindafélag Íslands

16:00–16:45

16:00–16:45

17:00–17:45

Femínísk framtíð
Kvenréttindafélag Íslands

17:00–17:45

Stelpur rokka!
Stelpur rokka!

17:45–19:00

Hænustél

Fyrir utan skólastofurnar er rými þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að kynna starf sitt með bæklingum, eða sitja á spjalli við aðra gesti!

Takið þátt í Kynjaþingi 2018 og kynnið baráttu ykkar!

Skráning er ÓKEYPIS!

Tækniskólinn á Skólavörðuholti

Tækniskólinn er staðsettur í húsi gamla Iðnskólans í Reykjavík, á Skólavörðuholti.

Gott aðgengi er að húsnæði Tækniskólans. Kynjaþingið er haldið á 2. hæð og er lyfta upp á hæðina.

Gott aðgengi er að kynfrjálsum salernum.

Sjáið Tækniskólann á Google Maps.

Félög

Kvenréttindafélag Íslands heldur utan um Kynjaþing 2018, en heiðurinn af dagskrá þingsins eiga félagasamtök og aktívistar sem starfa að jafnréttismálum á Íslandi.


Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

Samtök launafólks  standa að viðburðum á Kynjaþingi til að ræða um kynbundinn kjaramun og aðferðir til að ná fram jafnrétti á launamarkaði. ASÍ, BSRB, BHM og .

Stelpur rokka! efla og styrkja ungar stelpur, trans og kynsegin krakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu.

Skráning

Viltu vera með viðburð eða kynningu á Kynjaþingi 2018?
Skráðu þig hér!

Athugið, að aðeins þeir sem vilja standa að viðburði þurfa að skrá sig sérstaklega. Ef þú vilt bara fylgjast með, geturðu skráð þig á póstlistann okkar.

Sjáumst!