Kynjaþing 2019

Kynjaþing 2019 var haldið laugardaginn 2. nóvember 2019 í Norræna húsinu, milli kl. 13:00 og 17:30. Þingið var afar vel sótt, 471 manns sótti viðburði á Kynjaþingi 2019. Dagskrá þingsins að finna hér fyrir neðan.

Carolina Salas Muñoz tók nokkrar svipmyndir á þinginu. Smellið hér til að sjá ljósmyndir af Kynjaþingi 2019.

Dagskrá

Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar eiginlega?

Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar eiginlega?

Hvers vegna er hannyrðapönk tilvalið verkfæri í femínískri baráttu fyrir jafnrétti, gegn nauðgunarmenningu og öðrum samfélagsmeinum?

Í þessari vinnustofu mun Sigrún svara eftirfarandi pælingum og einnig gefst þáttakendum tækifæri á að spreyta sig á hannyrðapönki í formi útsaums og perli.

Allt hráefni er innifalið.

Sigrún Braga

Sigrún Braga er feminískur hannyrðapönkari og -graffari sem býr og starfar í Reykjavík. Bakgrunnur minn í hannyrðum kemur frá formæðrum mínum. Langamma mín, Guðrún Helga, kenndi mér krosssaum og að sóa ekki góðum þræði. Móðir mín og móðursystur kenndu mér að sauma og að nota skapandi hugsun í fatasaumi. Móðuramma mín, og nafna, kenndi mér nýtni í hannyrðum og dálæti á bróderuðum púðum sem ekki mátti setjast á.

www.sigruncraftivist.com

Femínísk fjármál

Femínísk fjármál er félag sérfræðinga og áhugafólks um kynjuð fjármál. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.

www.facebook.com/feminiskfjarmal

Umsagnir Femínískra fjármála:

Eru jafnréttisáhrif af álaveiðum?

Femínísk fjármál er félag sem stofnað var í kjölfar Kynjaþings 2018. Markmið félagsins eru að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.

Á kynjaþingi ætlum við að kafa dýpra ofan í tengsl jafnréttismála og stefnumótun ríkisins. T.d.: Eru jafnréttisáhrif af álaveiðum? Hvað þarf að bæta við fæðingarorlof? Eru málefni fólk af erlendum uppruna bara fjölskyldumál? Af hverju eru forvarnir gegn hryðjuverkum sjálfsagður útgjaldaliður ríkisins en ekki gegn kynbundnu ofbeldi?
Hvaða tækifæri eru til staðar fyrir femínískan almennig að hafa áhrif á stefnumótun?

Farið verður í sameiginlega greiningu á jafnréttisáhrifum raunverulegs þingmáls (minna þurrt en það hljómar ♥ ).

Viðburðurinn er frá 15-16 í Alvar Aalto salnum í Norræna Húsinu.
Þátttaka ókeypis, öll velkomin og aðgengi er að salnum.

Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að kynna sér starf félagsins til að mæta.

Kvenréttindafélag Íslands

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

www.kvenrettindafelag.is

Basic Horizontal Info

Far far away, behind the word mountains, far from the countries Vokalia and Consonantia, there live the blind texts. Separated they live in Bookmarksgrove right at the coast of the Semantics, a large language ocean. A small river named Duden flows by their place and supplies it with the necessary regelialia. It is a paradisematic country, in which roasted parts of sentences fly into your mouth. Even the all-powerful Pointing has no control about the blind texts it is an almost unorthographic life One day however a small line of blind text by the name of Lorem Ipsum decided to leave for the far World of Grammar. The Big Oxmox advised her not to do so, because there were thousands of bad Commas, wild Question Marks and devious Semikoli.

Reykfylltu bakherbergin

Konur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Í dag eru konur 38% þingmanna á Alþingi, sem er vissulega afturhvarf frá því sem áður var, og 47,1% bæjarfulltrúa í sveitarstjórnum. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu eru konur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara, þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna. Meirihluti þeirra flokka sem nú bjóða fram lista í alþingiskosningum tryggja að kynjahlutfallið sé sem jafnast, en ekki allir.

Árið 2017 voru það konur í stjórnmálum sem riðu fyrstar á vaðið til að birta sögur undir myllumerkinu #MeToo, og afhjúpuðu þar kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífst á sviði stjórnmála.

Hver er reynsla kvenna af starfi í stjórnmálum? Eru enn reykfyllt bakherbergi þar sem konum er ekki hleypt að? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?

Kvenréttindafélag Íslands heldur fund með konum í stjórnmálum á Kynjaþingi, 2. nóvember næstkomandi, kl. 16:00 í Norræna húsinu.

Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins ræða málin.

Auður Jónsdóttir stýrir umræðum.

Kvenréttindafélag Íslands

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.

www.kvenrettindafelag.is