Category

Kynjaþing 2019
Konur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Í dag eru konur 38% þingmanna á Alþingi, sem er vissulega afturhvarf frá því sem áður var, og 47,1% bæjarfulltrúa í sveitarstjórnum. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu eru konur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara, þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki...
Read More
Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar eiginlega? Hvers vegna er hannyrðapönk tilvalið verkfæri í femínískri baráttu fyrir jafnrétti, gegn nauðgunarmenningu og öðrum samfélagsmeinum? Í þessari vinnustofu mun Sigrún svara eftirfarandi pælingum og einnig gefst þáttakendum tækifæri á að spreyta sig á hannyrðapönki í formi útsaums og perli. Allt hráefni er innifalið.
Read More
Hlaðvarpið Kona er nefnd byrjaði sumarið 2019 með það markmið að tala um konur og kynsegin fólk sem hefur oft verið skrifað út úr sögunni eða ekki fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Þættirnir fjalla um allskonar konur og kynsegin fólk og hafa þær Silja Björk og Tinna meðal annars tekið viðtöl við Báru...
Read More
// Á viðburðinum verður endurskoðað, tekið til í, Marie Kondo-að og rifið niður hugtakið „kyn“. Það þarf að skapa umræðu um orðið kyn. Hvað meinarðu þegar þú segir „kyn“? Hver er merking orðisins? Er orðið kyn hreinlega úrelt? Áhersla verður lögð á virkar samræður og umræðuleiki. Hvetjum öll til að koma og vera með, sama...
Read More
Á málstofunni verða 3 erindi: Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins mun flytja frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu. Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu mun fjalla stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem...
Read More
Erindið fjallar um stöðu kvenna sem eru í námi tengdu upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Kynjahlutföll innan deilda og námsbrauta Verkfræði-og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands verða til umræðu og ályktanir dregnar út frá þeim. Farið verður yfir helstu áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær hefja nám og hvernig Ada vinnur að því að auðvelda konum...
Read More
Hver er staða kynjafræði á öllum skólastigum? Krafan um að kynjafræði, jafnréttisfræði og/eða hinsegin fræði verði gert hærra undir höfði í skólakerfinu hefur orðið æ háværari undanfarin ár. Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði en þar heyrum við einstaklinga sem starfa innan leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segja frá sinni nálgun og hvaða...
Read More
Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, kynnir niðurstöður úr lýðheilsuverkefninu “SÍBS Líf og heilsa” með kynjagleraugum. Hvað kemur á óvart ef kynin eru borin saman? Hverjar eru helstu áskoranir okkar er kemur að heilsu og velferð kynjana á 21 öldinni? Boðið verður upp á heilsufarsmælingar á kynningaborði í anddyri ásamt upplýsingaefni. Mældur verður blóðþrýstingur, súrefnismettun, blóðfita, blóðsykur,...
Read More
Femínísk fjármál er félag sem stofnað var í kjölfar Kynjaþings 2018. Markmið félagsins eru að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald. Á kynjaþingi ætlum við að kafa dýpra ofan í tengsl jafnréttismála og stefnumótun ríkisins. T.d.: Eru jafnréttisáhrif af álaveiðum? Hvað þarf að bæta við fæðingarorlof? Eru málefni fólk af erlendum uppruna...
Read More
Fjöldasamstaða hefur verið undirstaða þess árangurs sem við höfum náð í jafnréttismálum á Íslandi. En hafa öll ávallt fundið sér samastað í fjöldanum? Samtvinnun eða intersectionality er sífellt mikilvægara hugtak í femínismanum, sú hugmynd að í jafnréttisbaráttu sé grundvallaratriði að líta til hinna ólíku þátta sem leiða til misréttis. Til þess að ná kynjajafnrétti er...
Read More
1 2