Kynjaþing er er nú haldið í sjötta sinn. Þingið er lýðræðislegur og feminískur vettvangur sem Kvenréttindafélag Íslands skapar fyrir almenning, félagasamtök og hópa sem vinna að jafnréttismálum í víðum skilningi. Dagskrá þingsins er skipulögð af þátttakendum þingsins þar sem markmiðið er að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu. Þema kynjaþings í ár er samtvinnun og kröfur kvennaverkfalls.
Kynjaþing er haldið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla laugardaginn 25. maí kl. 12:00-17:00. Viðburðum í hátíðarsal er streymt og aðrir viðburðir verða teknir upp og þeir gerðir aðgengilegir eftir Kynjaþing.
#kynjaþing