Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.
Kynjaþing er haldið í Veröld – hús Vigdísar, laugardaginn 28. maí kl. 13:00-17:00. Þá tekur við femínískur gleðskapur á Stúdentakjallaranum. Öllum viðburðum Kynjaþings er streymt.
#kynjaþing
Fjölbreytt samtök og hópar halda viðburði á Kynjaþingi í ár:
1600 niðurfelld nauðgunarmál, ASÍ, Margþætt mismunum og konur á flótta, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RFFF – Reykjavík Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, UN Women á Íslandi, Urðabrunnur og Öfgar,
Sjáumst á Kynjaþingi! 💪💪🏽💪🏾