Kynjaþing 2022

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing er haldið í Veröld – hús Vigdísar, laugardaginn 28. maí kl. 13:00-17:00. Þá tekur við femínískur gleðskapur á Stúdentakjallaranum. Öllum viðburðum Kynjaþings er streymt.

#kynjaþing

Dagskrá Kynjaþings 2022

Fjölbreytt samtök og hópar halda viðburði á Kynjaþingi í ár:

1600 niðurfelld nauðgunarmál, ASÍ, Margþætt mismunum og konur á flótta, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RFFF – Reykjavík Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, UN Women á Íslandi, Urðabrunnur og Öfgar,

Sjáumst á Kynjaþingi! 💪💪🏽💪🏾