Kynjaþing 2021

Veröld, 13. nóvember 2021

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing er haldið í Veröld – hús Vigdísar, laugardaginn 13. nóvember kl. 13:00-18.00. Öllum viðburðum Kynjaþings er streymt.

#kynjaþing

Dagskrá Kynjaþings 2021

Samtök og hópar sem starfa að jafnréttismálum og mannréttindamálum geta haldið viðburð á Kynjaþingi.

Í boði eru þrjú rými: Auðarsalur – stóri salurinn í Veröld sem tekur 121 í sæti, stofa 7 sem tekur 44 í sæti og stofa 8 sem tekur 40 í sæti.

Vertu með 💪💪🏽💪🏾