Kynjaþing 2021

Frestað vegna COVID-19

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing er haldið í Veröld – hús Vigdísar, laugardaginn 13. nóvember kl. 13:00-18.00. Öllum viðburðum Kynjaþings er streymt.

Kynjaþingi hefur verið frestað um óákveðinn tíma í ljósi útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Við hittumst galvösk þegar ástandið í samfélaginu batnar!

#kynjaþing