Lög og jafnrétti

Eva Huld Ívarsdóttir heldur erindi um feminískar lögfræðikenningar og hvernig þær vinna að því marki að stuðla að jafnrétti kynjanna í réttinum. Eva Huld er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands. Í meistaranáminu hefur hún lagt áherslu á mannréttindi, feminíska lögfræði og refsirétt. Síðast liðið sumar hlaut hún styrk til að vinna að rannsókn á réttarstöðu brotaþola í kynbundnum ofbeldismálum í ljósi feminískrar lögfræði.

Þorbjörg Inga Jónsdóttir segir frá starfi Kvennaráðgjafarinnar sem veitir ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.

***

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur sem var stofnuð af konum til að bæta aðgang kvenna að sérfræðiaðstoð og tók til starfa 1984. Megintilgangur starfseminnar er að veita konum stuðning og ráðgjöf, en Kvennaráðgjöfin er opin öllum konum og körlum og má hvort sem er koma eða hringja. Þjónustan er endurgjaldlaus og þurfa þeir sem til okkar sækja ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.

Kvennaráðgjöfin tekur þátt í starfi félagasamtaka kvenna á Íslandi í þágu jafnréttis og nýjasta verkefnið sem Kvennaráðgjöfin tekur þátt í er Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, þar er Kvennaráðgjöfin með lögfræðiráðgjöf einu sinni í viku ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Opnunartímar eru þriðjudaga frá kl. 20-22 og fimmtudaga frá kl. 14-16.

March 3 @ 16:00
16:00 — 16:45 (45′)

Stofa 403

Kvennaráðgjöfin

Önnur dagskrá