Árið 2017 voru það konur í stjórnmálum sem riðu fyrstar á vaðið til að birta sögur undir myllumerkinu #MeToo, og afhjúpuðu þar kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífst á sviði stjórnmála.
Hver er reynsla kvenna af starfi í stjórnmálum? Eru enn reykfyllt bakherbergi þar sem konum er ekki hleypt að? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?
Kvenréttindafélag Íslands heldur fund með konum í stjórnmálum á Kynjaþingi, 2. nóvember næstkomandi, kl. 16:00 í Norræna húsinu.
Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins ræða málin.
Auður Jónsdóttir stýrir umræðum.
Salur
Kvenréttindafélag Íslands