Dögg Mósesdóttir fjallar um Doris film verkefnið sem er eftir sænskri fyrirmynd og fylgir sérstöku kvennamanifestói. Í kjölfarið verða sýndar tvær stuttmyndir sem spruttu úr verkefninu og hafa báðar hlotið tilnefningar til Edduverðlaunanna auk annara verðlauna. Sú fyrri er Munda sem er eftir handriti Bergþóru Snæbjörnsdóttur í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur með Guðrúnu Gísladóttur og Sigurði...Read More
Eruð þið sjúklega ástfangin eða “sjúk”lega ástfangin? Í febrúar fór fram átak á vegum Stígamóta undir heitinu Sjúk ást þar sem vakin var athygli á ofbeldi í unglingasamböndum og áhersla lögð á heilbrigð samskipti. Hér verður fjallað um þann raunveruleika sem við sjáum á Stígamótum sem ýtti okkur út í þetta átak, hvernig átakið fór...Read More
Fulltrúar sjálfstæðiskvenna munu kynna starf flokksins, hvernig hægt er að taka þátt í flokksstarfi og segja frá fjölbreyttu starfi Landssambands sjálfstæðiskvenna. Félagið stendur fyrir margs konar fundum, heimsóknum og ferðum á hverju ári. Hlutverk sambandsins er að efla þátttöku kvenna í stjórnmálum, styrkja sambönd þeirra og auka þátt þeirra í starfi flokksins. *** Landssamband Sjálfstæðiskvenna...Read More
Rótin stendur að rannsókn á reynslu og upplifun kvenna af fíknimeðferð í samstarfi við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í reynslu kvenna af meðferðarúrræðum og upplýsingar um líðan þeirra og öryggi í meðferð. Enn fremur að skoða sögu kvennanna með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og...Read More
Komum saman og ræðum femínísk málefni! Þátttakendum verður skipt í hópa sem munu fá fyrirfram ákveðnar spurningar til þess að ræða. Hóparnir reyna svo að komast að niðurstöðum sem verða kynntar hinum hópunum eftir umræðurnar. *** Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna.Read More
Fyrirlestur Logan Smith mun fjalla um hennar upplifun sem þolandi mansals í Bandaríkjunum þegar hún var ung. Hún mun einnig fjalla um hvernig hægt er að skima fyrir þolendum mansals í okkar nánasta umhverfi. Eftir fyrirlesturinn munu Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands bregðast við fyrilrestrinum. Í lokin verða umræður....Read More
Ráðstöfun á opinberu fé getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Víða er hinu opinbera veitt femínískt aðhald í fjármálum, m.a. British Women‘s Budget Group í Bretlandi og Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð. Á Kynjaþingi ætlum við að ræða hvort og hvernig grasrótin á Íslandi getur haft áhrif á stjórnvöld. Á málþinginu koma fram sérfræðingar á...Read More
Í lok febrúar héldu Stígamót námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Megin tilgangur námskeiðsins var að þátttakendur myndu öðlast dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig var tilgangurinn að skoða hvernig baráttan hefur þróast og hvaða hlutverk karlar hafa í baráttunni. Stefnt er...Read More
Hvað er kyn? Kynverund, kyngervi, kynvitund, kyneinkenni, kynjakettir… kyn getur þýtt óteljandi hluti á okkar máli. Á þessum viðburði verður grafið ofan í hvað kyn er og mismunandi birtingarmyndir þess, auk umfjöllunar um nokkrar þær leiðir sem hægt er að vera á skjön við hefðbundið kyn og vera þá jafnvel hinsegin. *** Samtökin ’78 eru...Read More
Kvikmyndasýning á Myndinni af mér, nýrri femínískri stuttmynd. Brynhildur leikstjóri myndarinnar situr fyrir svörum að lokinni sýningu. *** Myndin af mér er stuttmynd eftir Brynhildi Björnsdóttur, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Myndin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf...Read More