Á fundinum verður rætt við stjórnmálafólk um stöðu kvenna í stjórnmálum og stöðu jafnréttismála á Íslandi. Konum fækkaði hrapallega á þingi í síðustu Alþingiskosningum. Boðað er til sveitarstjórnarkosninga í vor, eigum við eftir að sjá svipaða þróun þar? Hvernig geta stjórnmálaflokkar tryggt jafna þátttöku kynjanna í starfi sínu? Eiga þeir að tryggja jafna kynjaskiptingu á framboðslistum sínum, og ef svo, hvernig?
Fulltrúar stjórnmálaflokka sem nú sitja á þingi mæta til að taka þátt í þessum umræðum: Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá Framsóknarflokknum, Oktavía Hrund Jónsdóttir varaþingkona Pírata, Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður, Sigrún Skaftadóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, Vala Pálsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaþingmaður Viðreisnar og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir stýrir umræðum.
***
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.