Fyrirlestur Logan Smith mun fjalla um hennar upplifun sem þolandi mansals í Bandaríkjunum þegar hún var ung. Hún mun einnig fjalla um hvernig hægt er að skima fyrir þolendum mansals í okkar nánasta umhverfi. Eftir fyrirlesturinn munu Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands bregðast við fyrilrestrinum. Í lokin verða umræður.
Stjórnandi viðburðar er Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Logan Smith is a human trafficking survivor and will in her presentation talk about her experiense as a survivor. She will also address how we can spot a victim of human trafficking in our every day surroundings. After her presentatnion, Drífa Snædal and Margrét Steinarsdóttir, the director of the Human Rights office will give their comments. The event will be in English.
Moderator: Fríða Rós Valdimarsdóttir, Chair of the Icelandic Womens Rights Association.
Viðburðurinn fer fram á ensku.
***
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Stop the Traffik: ACT Iceland is the Icelandic branch of a global movement fighting to: PREVENT// PROTECT // PROSECUTE on behalf of trafficked people all around the world.