Kynjaþing 2019 var haldið laugardaginn 2. nóvember 2019 í Norræna húsinu, milli kl. 13:00 og 17:30. Þingið var afar vel sótt, 471 manns sótti viðburði á Kynjaþingi 2019. Dagskrá þingsins að finna hér fyrir neðan.
Fjöldamörg samtök stóðu fyrir viðburðum á Kynjaþingi 2019 Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Jafnréttisnefnd SHÍ, Kona er nefnd, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, SÍBS, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UAK og W.O.M.E.N. in Iceland.
Dagskráin var fjölbreytt. Á þinginu er rætt um pólsk-íslenskan femínisma, um tengsl kyns og heilsu, sagt frá nýjustu rannsóknum um ofbeldi á Íslandi, fjallað um femínísk stjórnmál, stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, kynjuð fjármál, kynjafræði á öllum skólastigum, samtvinnun jafnréttisbaráttunnar, o.fl.
Á þinginu var hægt að taka þátt í upptöku á hlaðvarpinu Kona er nefnd og Kvennasögusafn Íslands stendur fyrir sýningu á úrvalsgripum úr sögu kvenna. Femínískt kaffihús er rekið í Norræna húsinu meðan á þinginu stendur og því lýkur á femínísku hænustéli!
Carolina Salas Muñoz tók nokkrar svipmyndir á þinginu. Smellið hér til að sjá ljósmyndir af Kynjaþingi 2019.
Ada er hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Tilgangur Ada er að búa til vettvang fyrir konur sem stunda nám tengt upplýsinga- og tæknimenntun við Háskóla Íslands. Vettvangurinn skal vera öruggt umhverfi til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja við bakið á hvor annarri. Félagið skal ýta undir sýnileika kvenfyrirmynda innan upplýsingatæknigeirans.
Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. ASÍ er samband 47 stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði.
Dziewuchy ISLANDIA Hópur femínista á Íslandi, flestir pólskir, stofnaður 2016 til að berjast gegn breytingum á lögum um þungunarrof í Póllandi. Hópurinn skipulagði mótmæli í Reykjavík og annars staðar á Íslandi. Síðan þá hefur hópurinn fylgst með viðleitni stjórnvalda í Póllandi að draga land og þjóð, sérstaklega konur, aftur til miðalda. Nafn hópsins þýðir Stelpur ÍSLAND. // Fyrst Group of, mainly Polish, feminists living in Iceland established in 2016. At first Dziewuchy ISLANDIA, which means Gals ICELAND, joined together to be support for Polish protests against changes around abortion laws in Poland. Protests took place in Reykjavik and other places in Iceland. Since that time group is sharing and facing the observation of constant tries to drag Poland, Polish woman and society back to the middle ages way of thinking by the government.
Femínistafélag Háskóla Íslands / the Feminist Association of the University of Iceland leggur áherslu á samtvinnun. Við tökum þátt í að skapa umræðu um margar hliðar femínisma og þær réttindabaráttum sem þeim fylgja. Femínismi er fyrir alla og við viljum að félagið endurspegli það. Við viljum skapa örugg rými innan háskólans þannig að öllum finnist þau velkomin í skólann. Við höldum viðburði.
Femínísk fjármál er félag sérfræðinga og áhugafólks um kynjuð fjármál. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.
Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands / Committee of Equality of the Student Council at the University of Iceland vinnur að jafnréttismálum innan háskólans með því meðal annars að halda róttæka og áberandi viðburði, skrifa ályktanir til að þrýsta á aðgerðir og vera til staðar fyrir nemendur skólans.
Kona er nefnd er nýtt íslenskt hlaðvarp þar sem fjallað er um merkilegar konur í gegnum tíðina.
Kvennahreyfing ÖBÍ er vettvangur fyrir fatlaðar og langveikar konur til að vinna að sínum hagsmunamálum.
Kvennasögusafn Íslands miðlar þekkingu um kvennasögu og rannsóknir og aðstoðar við öflun heimilda. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi.
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Rótin er félag áhugakvenna með það markmið að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.
RVK Feminist Film Festival er kvikmyndahátíð sem verður haldin í fyrsta skipti 16.-19. janúar 2020 í Bíó Paradís. Boðskapur hátíðarinnar er einfaldur, jafna kynjahlutfall í leikstjórn kvikmynda og efla samstarf kvenna í kvikmyndagerð um allan heim. Hátíðin er frábær vettvangur fyrir konur í kvikmyndagerð til að tengjast hvor annarri og hitta aðra velunnara kvikmyndagerðar.
Samtök um kvennaathvarf opnuðu fyrst athvarf fyrir konur sem ekki gátu búið heima hjá sér vegna ofbeldis árið 1982.
Samtökin ’78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
Sigrún Braga er feminískur hannyrðapönkari og -graffari sem býr og starfar í Reykjavík. Bakgrunnur minn í hannyrðum kemur frá formæðrum mínum. Langamma mín, Guðrún Helga, kenndi mér krosssaum og að sóa ekki góðum þræði. Móðir mín og móðursystur kenndu mér að sauma og að nota skapandi hugsun í fatasaumi. Móðuramma mín, og nafna, kenndi mér nýtni í hannyrðum og dálæti á bróderuðum púðum sem ekki mátti setjast á.
SÍBS hefur unnið að bættri heilsu landsmanna frá því það var stofnað 1938.
Stelpur rokka! efla og styrkja ungar stelpur, trans og kynsegin krakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu.
Trans Ísland eru stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi og hefur í gegnum tíðina verið helstu málsvari trans fólks á Íslandi.
Ungar athafnakonur, UAK, er félag sem vill stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Ungar athafnakonur vilja stuðla að samfélagi þar sem konur og karlar standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu.
W.O.M.E.N. in Iceland eða Women of Multicultural Ethnicity Network eru samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.