Reynsla og upplifun kvenna af fíknimeðferð

Rótin stendur að rannsókn á reynslu og upplifun kvenna af fíknimeðferð í samstarfi við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í reynslu kvenna af meðferðarúrræðum og upplýsingar um líðan þeirra og öryggi í meðferð. Enn fremur að skoða sögu kvennanna með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum.

Talskona Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, kynnir helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

***

Rótin er félag áhugakvenna með það markmið að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.