Hvert ættum við að stefna? Femínískt sjónarhorn á ríkisfjármálin

Femínísk fjármál standa fyrir vinnustofu/umræðufundi sem byggir á aðferðafræði kynjaðra fjármála, á Kynjaþingi laugardaginn 13. nóvember kl. 16:00.

Á viðburðinum ræðum við um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á komandi kjörtímabili, næstu skref í átt að auknu jafnrétti og réttlæti með tilliti til ríkisfjármála og hvað það er sem við komum til með að þurfa standa vörð um.

Til stóð að rýna nýjan stjórnarsáttmála út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum og hvernig hann kæmi til með að hafa ólík áhrif á ólíka hópa samfélagsins. Femínísk fjármál stefna þó á að boða til félagsfundar til að ræða stjórnarsáttmálann þegar hann liggur fyrir.

November 13 @ 16:00
16:00 — 16:45 (45′)

Ingibjargarstofa

Femínísk fjármál