Hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði?

Hver er raunveruleikinn sem mætir erlendum konum sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi?

Nanna Hermannsdóttir kynnir skýrslu Alþýðusambands Íslands sem gefin var út í sumar um reynslu erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði. Sérstök áhersla er lögð á þá tvöföldu hindrun sem erlendar konur verða fyrir sem byggist bæði á kyni þeirra og þjóðerni.

Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Magdalena Samsonowicz starfsmaður Eflingar segja frá sinni reynslu sem erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði. Agnieszka tók við embætti varaformanns Eflingar fyrr á þessu ári, en var það í fryrsta skipti sem að kona af erlendum uppruna tók við varaformannsembætti í íslensku stéttarfélagi.

Alþýðusamband Íslands stendur fyrir fundinum á Kynjaþingi 2019, kl. 14:00 í sal Norræna hússins.

November 2 @ 14:00
14:00 — 14:45 (45′)

Salur

ASÍ