Kjaftað með kennurum

Hver er staða kynjafræði á öllum skólastigum?

Krafan um að kynjafræði, jafnréttisfræði og/eða hinsegin fræði verði gert hærra undir höfði í skólakerfinu hefur orðið æ háværari undanfarin ár.

Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði en þar heyrum við einstaklinga sem starfa innan leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segja frá sinni nálgun og hvaða áskorunum þau standa frammi fyrir í sínu starfi.

Fram koma:
Þóra Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari
Karen Ástu- og Kristjánsdóttir, kynjafræðikennari
Kolbrún Lára Kjartansdóttir leikskólakennari
Davíð Pálsson, tómstunda og félagsmálafræðingur
Umræðum mun stjórna Sólveig Rós, fræðslustýra Samtakanna ’78

Við hvetjum áhugasöm til að mæta og hlusta, sérstaklega þau sem vinna með börnum og ungu fólki innan skólakerfisins.

November 2 @ 13:00
13:00 — 13:45 (45′)

Alvar Aalto

Kvenréttindafélag Íslands, Samtökin ’78