Erindið fjallar um stöðu kvenna sem eru í námi tengdu upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Kynjahlutföll innan deilda og námsbrauta Verkfræði-og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands verða til umræðu og ályktanir dregnar út frá þeim. Farið verður yfir helstu áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær hefja nám og hvernig Ada vinnur að því að auðvelda konum að takast á við þær. Að lokum verður rætt um hvernig fyrirtæki geta komið til móts við konur í upplýsingatækninámi og fengið þær til að sækja um að námi loknu.
November 2 @ 14:00
14:00 — 14:45 (45′)
Alvar Aalto
Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ