Kynjafræði – lykill til framtíðar?

Í umræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna í sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag sögðust öll vera samþykk því að gera kynjafræði að skyldufagi. Félag kynjafræðikennara er nýstofnað. Stærstu umræður samfélagsins þessi misserin eiga sér upphaf hjá ungu fólki og eru oftar en ekki kynjafræðilegar í grunninn. Kynjafræðikennari var nýlega í framboði til að verða formaður Kennarasamband Íslands. Er framtíðin kynjafræðinnar? Er kynjafræði framtíðin?

Samtökin ‘78 bjóða til samtals við kynjafræðikennara á Kynjaþingi. Umræðum verður stýrt af Tótlu I. Sæmundsdóttur, fræðslustýru Samtakanna ‘78 og verður gestum og gangandi leyft að bæta orði í belg. Við lofum líflegum umræðum.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Kynjaþings 2021 og mun fara fram í opnu rými Veraldar, húss Vigdísar, sem er aðgengilegt hjólastólum.

Minnt er á grímuskyldu og hvetjum við öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður en mætt er í Veröld.

————–
EN
Tótla I. Sæmundsdóttir, Samtökin’s education director, will have a dicussions with gender studies teachers on current issues. The discussion will be open and guests are free to participate in both Icelandic and English.

This event is part of Kynjaþing, an annual forum on all issues to do with equality hosted by Iceland’s Women’s Rights Association (ísl. Kvenréttindafélag Íslands). The event will be in Icelandic and will be held in Veröld, which is located on the university campus. Veröld is wheelchair accessible.

We kindly remind you that masks are required for this event and encourage you to be tested for COVID-19 before attending, whether it be via rapid testing or a home test kit.

November 13 @ 16:00
16:00 — 16:45 (45′)

Femínískt kaffihús

Samtökin ’78