Samtvinnun eða intersectionality er sífellt mikilvægara hugtak í femínismanum, sú hugmynd að í jafnréttisbaráttu sé grundvallaratriði að líta til hinna ólíku þátta sem leiða til misréttis. Til þess að ná kynjajafnrétti er nauðsynlegt að velta sér fyrir samtvinnun kynjajafnréttis við misrétti sem á grundvelli t.d. fötlunar, kynvitundar, stéttarstöðu, kynþáttar o.s.frv.
Hvernig náum við alvöru fjöldasamstöðu á Íslandi? Sæborg Ninja Urðardóttir, Tatjana Latinovic og Þorbera Fjölnisdóttir ræða málin á Kynjaþingi 2019. Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir leiðir spjallið.
Sjáumst í Aino Aalto herberginu í Norræna húsinu kl. 15:00 laugardaginn 2. nóvember.
Að fundinum standa Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvenréttindafélag Íslands og Trans Ísland.
Aino Alto
Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvenréttindafélag Íslands, Trans Ísland