99 ár eru liðin frá því að fyrsta konan tók sæti á Alþingi og í eitt augnablik í ár virtist sem að konur væru komnar í meirihluta á Alþingi. Góður árangur kvenna í alþingiskosningunum 2021 má rekja til jafnra hlutfalla kvenna og karla efstu sætum nær allra framboðslista til Alþingis, Þó hafa ekki allir flokkar sett sér það í reglur að tryggja jöfn hlutföll kvenna og karla í framboðslistum. Á fundinum verða alþingiskosningarnar 2021 krufnar, rætt um áhrif kynjakvóta og hvort að við getum komið í veg fyrir að hlutfall kvenna á þingi hrynji aftur.
Ljósmyndin er fengin frá Vísindavefnum og sýnir konur fagna kjöri Ingibjargar H. Bjarnasonar til Alþingis 1922. Eftir harða kosningabaráttu árið 1922 þar sem Ingibjörg H. Bjarnason náði kjöri á Alþingi, fyrst kvenna, fór hún í orlofsferð til Þingvalla. Þegar hún kom aftur í bæinn komu nokkrar konur til móts við hana á Geithálsi, dúkuðu lyngið, reistu ræðupúlt og breiddu fána yfir, borðuðu góðgæti og skáluðu í púrtvíni. Ingibjörg situr framan við púltið með blómvönd í hendi.
Auðarsalur
Kvenréttindafélag Íslands